þriðjudagur, febrúar 28

Í trylltum dans

Nú þegar þynkan er að mestu leiti horfin, eru óljósar minningar farnar að renna upp fyrir mér af árshátíð kórsins.

Ég skil nú marblettina á handleggum og öxlum, þeir eru eftir áhlaupadansinn okkar Helga
og kjölfar þess mundi ég eftir hrollhringekjudansinum okkar Magga og Gunnars.
Hálsrígurinn óbærilegi eru bein orsök head slamms dans dauðans og blöðrunrar á fótunum eru eftir Swingið okkar Magga. Harðsperrur í höndum var svo eftir Dirty Dance okkar Siggu Víðis.

En ég fann þessa mynd hjá Ásdísi og ég get ómögulegu munað hvaða dans ég tók þarna.

sunnudagur, febrúar 26

ein árshátíð búin

Þá er ein árshátíð af þremur búin, og kostaði hún rosalega þynku og hálsríg dauðans!

Þar sem ég var veislustjóri fannst mér það skylda mín að koma fólki almennilega í glas, og fannst mér bjórþambskeppni snilldar leið, en endaði það með að ég varð sjálf heldur of mikið í glasi. En það var mikið stuð, og stóð hljómsveitin Blásýra algerlega undir væntingum, og gat ég ekki annað en slammað eins og ég ætti lífið að leysa undir Ham söng Kalla, þó að hvíslaði hafi verið að mér að ég gæti átt von á alvarlegum hálsríg af þessum hamagangi. "piff, hvurslags aumingjaskapur í fólki" svaraði ég. nú er ég búin að bryðja Parkódín Forte en get samt ekki litið til hliðar án þess að tárast.

Ástmaður minn Jude, skemmti sér samt stór vel ;)

fimmtudagur, febrúar 23

ugla sat á kvisti......

Ekki það að ég vilji vera með einhverjar óraunhæfar kröfur, en þá hef ég loksins fundið draumagæjana! svo nú er bara að finna símanúmerin hjá þeim, og tékka hvorn ég vil frekar ;)
Adian
Michael Scofield

Árshátíð, Árshátíð, Árshátíð...

úff, ég hef svo mikið að gera við allt sem tengist skólanum að ég hef ekki tíma til að vera í skólanum... hversu kaldhæðnislegt er það!

En ég er nú bara þannig gerð að ég verð að hafa nóg að gera og skipta mér af sem flestu.
Árshátíð kórsins er um helgina og ég hef tekið að mér að vera veislustjóri ásamt Söru, þannig það verður bókað stuð þar!! :D
Allt er að verða brjálað í félagslífi hjá mannfræðinni, vísindaferðir, þemavika og Árshátíð eru á næsta leiti. Svo styttist óðum í Árshátíð Röskvu.

Kannski ég fresti bara Ba-ritgerðinni minni, svo ég hafi meiri tíma til að djamma ; )

þriðjudagur, febrúar 21

Endilega svalið forvitni minni!

http://kevan.org/johari?name=Erna_Maria

mánudagur, febrúar 20

Sandra klukkaði mig

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
Símasölukona
blaðberi
Sambýli fyrir þorskahefta
sjoppukona

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Gone with the Wind
Colure purple
Forest Gump
Sódóma Reykjavíkur

4 staðir sem ég hef búið á:
Gil - Skagafirði
Sviss
Danmörk
Reykjavík

4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:
Sex and the City
Prison Break
Flestir BBC þættir
Cheers

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Spánn
Ítalía
Sviss
Slóvenía

4 heimasíður sem ég skoða (nánast) daglega:
B2
mbl
skagafjordur.com
kb-netbanki

4 máltíðir sem ég held uppá:
Mexicanskt
Steikarsamloka
Grænmetisréttir
karryfiskurinn hennar mömmu

4 bækur sem ég les oft:
eins og er, endalaust margar
bækur sem tengjast Ba-ritgerðinni minni


4 staðir sem ég vildi vera á núna:
í mat hjá mömmu og pabba á spáni
fyrir norðan hjá sveinu
í Danmörku hjá liðinu mínu
á spa og nuddstofu!!

4 manneskjur sem ég ætla að klukka:
þig
þennan
og þær báðar

sunnudagur, febrúar 12

life goes on..

Jæja kosningum er lokið, eftir að hafa djammað til kl. 05 um föstudagsmorguninn kom í ljós að staðan varð óbreytt, eða Röskva með 4, Vaka með 4 og Háskólalistinn með 1. Þetta varð kannski ekki alveg sú niðurstaða sem við hefðum viljað, en hún er þó ásættanleg.

þriggja daga djammtörn er líka lokið, en það er samt enn nóg að gera, það styttist óðum í þemaviku mannfræðinema, tónleika Háskólakórsins, og skil á BA-ritgerðinni.

Ég ákvað að gefa sjálfri mér spark í afturendann og koma mér að verki. Ég ákvað að byrja á að taka rækilega til heima hjá mér og þar á meðal að skipuleggja geymsluna. Alltaf jafn gaman hvað dót maður grefur upp eins og t.d. þvagpoka og fullann Cheerios pakka

á morgun verður svo mætt snemma á hlöðuna!

(7-9-13!)

miðvikudagur, febrúar 8

kosningar í dag og morgunÉg minni á kosningar til Stúdenta- og Háskólaráðs í dag og morgun, í öllum helstu háskólabyggingum!

Ekki láta þér standa á sama.

Röskva veit að námslánin þín skipta máli. Röskva veit að samkeppnisstaða Háskóla Íslands er skökk. Röskva veit að skólagjöld vofa yfir. Röskva veit að námið þitt skiptir máli. Röskva veit að jafnrétti skiptir máli. Röskva veit að hollur og góður matur skiptir máli. Röskva veit að fjölskyldan skiptir máli. Röskva veit að allt þetta og fleira skiptir þig máli. Okkur er ekki sama. Röskva treystir á þig.

- hvet alla til að nýta kosningar rétt sinn og kjósa Röskvu til sigurs í raunverulegri hagsmunabaráttu stúdenta!

mánudagur, febrúar 6

bókhlaða=geisp

Ég skil ekki alveg málið með bókhlöðuna, ég er varla stigin þar inn fyrr en að mér sækir óyfirstíganleg syfja, sama hversu vel sofin ég er þegar ég mæti. Samt er ég samt búin að læra hérna seinustu 3 ár og verið nokkuð vel vakandi, ég hlýt að hafa orðið fyrir einhverri nýrri skilyrðingu, já eða álögum! vinsamlegast leysið mig undan þeirri skilyrðingu, ég þarf endilega að fara henda Ba-ritgerðinni minni í framkvæmd!

P.s.
X-Röskva
- Röskva til sigurs

miðvikudagur, febrúar 1

sjálfboðaliðar velkomnir!

Það er svo margt að gerast hjá mér í einu þessa dagana að ég snýst í hringi. ég vakna orðið með andköfum við að ég man allt í einu eftir einhverju sem ég á eftir að ganga frá eða redda. Nú þarf ég einfaldlega að setjast niður og skipuleggja líf mitt!
Ég hef 24 tíma á dag sem ég þarf helst að fara nýta betur! Þeir sem vilja bjóða sig fram við hin ýmsu verkefni, eins og uppvask, þvottur, bókalestur, innkaup, segja fólk að kjósa Röskvu... þá eru þeir velkomnir að hafa samband!

...einnig tek ég glaðalega á móti hverjum þeim sem vill nudda úr mér vöðvabólguna, já eða bara galdra hana úr mér!!