fimmtudagur, desember 28

"Við erum bara voða happy..."

Ég og ósýnilegi kærastinn minn erum búin að fara í fullt af jólaboðum. Allir eru svo fegnir yfir því að ég sé loksins gengin út, þá þarf fólk ekki lengur að reyna að koma mér saman við bræður sína, syni, frændur eða aðra bændapilta hér í sveitinni.

Jólafréttir

Jólin eru búin að vera yndisleg. Er ég nú í fyrsta skipti örugglega síðan ég var 16. ára að upplifa að vera í FRÍI yfir hátíðirnar. Fékk ég líka svona snilldar jólagjöf frá bræðrum mínum, 250 GB af bíómyndum og þáttaseríum. svo nú er enginn hætta á að mér leiðist í einveru minni hérna fyrir norðan þegar allir eru farnir heim eftir jólin.

Annars hef ég verið að tauta við sjálfan mín eftir að ég kom norður "ég get þetta ekki, get þett' ekki". ég er greinilega ekki alveg búin að sannfæra sjálfa mig um kosti þess að flytja. En ég veit þó að þetta er alveg ágætis hugmynd, þarf bara aðeins að aðlagast.

Kosturinn við Sauðárkrók er til dæmis það að maður þarf ekki að hafa mikið fyrir að rekast á það fólk sem maður vil. Hitti nefnilega konu í Skaffó sem ætlar að aðstoða mig að komast í samband við rétt fólk svo ég fái gáfulega vinnu :) Mikið varð ég hamingjusöm við það. nú get ég loksins farið að verða fullorðin með öllu tilheyrandi. Er meira að segja farin að huga að bílakaupum!!

jamm krókurinn er nú alveg fínn, nóg rólegheit og hef endalausann tíma til að kíkja í kaffi í hin ýmissu heimili :)

sunnudagur, desember 24


Gleðileg Jól

Megið þið hafa það sem allra best.

miðvikudagur, desember 20

"ég fer alltaf yfir um um jólin..."

úff alveg er ég ekki að fíla þennan tíma, maður fer beint úr prófstressinu yfir í jólastressið.

Nú er ég búin að fara allt of oft í Kringluna og kaupa ekki neitt! ég er alltaf handvissum að ég geti fundið eitthvað betra og dýrara í einhverri annari búið, sem endar yfirleitt með því að ég kem tómhent heim og lendi svo í panic rétt fyrir jólin!

Skil ekki afhverju er ekki búið að netvæða Kringluna. Sé fyrir mér að geta bara gúgla allt sem ég þarf að finna svo fer maður bara beint í rétta hillu í réttri búð!

En mikið hlakka ég samt til að komast heim í sveitina, þá koma loks jólin :)

mánudagur, desember 18

vei vei vei.......

ÉG ER BÚIN Í PRÓFUM!!!!!! þvílík hamingja, og gekk svo líka vel í seinasta prófinu mínu í HÍ (í bili alla vega), nú meiga jólin koma :)

fimmtudagur, desember 14

Stjörnuspá 14. des 06

Ljón
Ef þú færð ekki það sem þú vilt út úr sambandi, skaltu slaka á eitt augnablik og hugsa um þá sex milljarða manna sem þú deilir jörðinni með. Líklega getur einn þeirra uppfyllt þarfir þínar
http://www.mbl.is/mm/folk/stjornuspa/

hahaha, þetta er stjörnuspá sem ég fíla :D

þriðjudagur, desember 12

einhvern vegin vorkenni ég ekki þessum gaurum!! Fólk á náttúrulega að læra það að fólk getur ekki alltaf sagt og gert það sem manni detti í hug og haldið að það hafi enginn áhrif, hvað þá fyrir framan kvikmyndavél!!!!

Hálvitar!

Þetta finnst mér fyndið!

Eftir að ég skilaði bílnum sem ég var með í láni, hef ég ekki gefið mér neinn tíma til að fara í ræktina (að frátöldum Bandý um daginn). Ákveðin kaldhæðni að nenna ekki í ræktina nema maður sé á bíl!

Nú eru próf og ég geri ekkert annað en að sitja, sitja og sitja. Er ég komin með ógeð á öllum sætum, stólum, sófum og rúmum og hvað annað sem maður getur setið og lesið í.
Þar sem ég ekki haft tíma til að fara í ræktina rifjaði ég upp gömul kynni við Trimformtækið, sem ég fékk lánað um daginn. úff, þvílík pína, þetta var dauði, ég næstum kastaðist til við hvern straum! Enda á 40 mín í trimform að samsvara "tíu tíma kröftugri hreyfingu".

sunnudagur, desember 10

Þú veist að það er árið 2006 ef.....

1. Þú ferð í partý og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er afþví þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýtabara á takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.

10. Þú virkilega leist tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.


hahaha snilld.....

Góð auglýsing....

http://www.youtube.com/watch?v=AvBKlBhfgPc

jæja, ég er búin að ákveða hvað ég ætla að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf mér

http://mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=223271

föstudagur, desember 8

nú er ég alveg að verða búin með Ba námið mitt í mannfræði. og þegar ég fer að velta fyrir mér hvað ég hafi helst lært í mannfræði, þá held ég að það sé:
að setja allt í "gæsalappir" og enda allar setningar með ?.
Hljómar mjög póstmódern en einhvern veginn hafði hann svo rosaleg áhrif á mig og mannfræðina. sérstaklega þar sem ég kom úr sálfræði þar sem allt endaði á !


nú fer stóra spurninginn hvort ég fái nú einhverja "gáfulega" vinnu við að setja allt í "gæsalappir" og setja ? við allt?

Prófin nálgast eins og óð fluga!

Hvaða djók er það hjá kennarnaum mínum að hafa fiska í bakgrunninum á glærunum. Ég varð reyna að skipa um bakgrunn með lokuð augun svo myndi ekki fríka út!

Annars er ég að verða ágætlega sýrð af prófalestri, tókst að kæta Söndru með ruglinu sem kemur út úr mér þegar ég er búin að lesa of lengi í einu!


Svo hef ég verið með þvílíka tremma fyrir væntanlegum breytingum núna um áramótin!
Það verður spennandi að sjá hvort ég gefist upp eftir mánuð fyrir norðan eða hvort ég fái einhverja fínu vinnu og eitthvað skemmtilegt að gera þess á milli.
- En er ég búin að ákveða að koma alla vega til RVK yfir stúdentakostningarnar. Vil nú alls ekki missa af stemmingunni þegar RÖSKVA VINNUR KOSNINGARNAR!!

miðvikudagur, desember 6

Röskva með jafnréttismálin á hreinu!!

mánudagur, desember 4


Í andvökunni í nótt ákvað ég að horfa á The Dukes of Hazzard þetta var alveg einstaklega slöpp mynd og hefði verið afbrags svefnlyf, en ég hélt samt fullri athygli yfir Johnny Knoxville. Ég verð að viðurkenna að ég myndi nú ekki sparka honum úr rúminu mín ;) þó hann sé náttúrulega algjörlega steiktur þá er maðurinn fáránlega hot!

fjúff!

Ég skyldi ekkert í því í morgun afhverju það stæði Best fyrir 2, 12 á mjólkurfernunni minni. Ég hugsaði að hún hlyti að vera vitlaust merkt, það gæti ekki verið að hún mynd endast svona lengi!
Svo eftir dágóðar vangaveltur um mjólkina þá fattaði ég að það er kominn 4. desember!! HVENÆR GERIÐST ÞAÐ EIGINLEGA??

sunnudagur, desember 3

jæja einbeitinginn er farin að endast í 15 mín núna í hvert sinn. Það er talsverð framför frá 5 mín sem er búið að vera undan farið... jahso kannski ég bara skili seinustu ritgerðinni í nótt :)

laugardagur, desember 2

OMG ég veit ekki hvernig ég ætla að fara að því að lifa af þegar ég flyt norður. Bara núna seinustu daga hef ég ákveðið að gera sem minnst og einbeita mér að lærdómnum. og ég er alveg að deyja úr leiðindum og einmannaleika! ég fékk reyndar þá uppástungu frá vini mínum að fá mér bara barn. þá ætti mér ekkert eftir að leiðast. hmmm....held ekki!! frekar fæ ég mér pússl!

En sem betur fer kom Jude í heimsókn til mín í kvöld svo mér leiðist ekki lengur :)