Allt er gott sem endar vel
.. aldeilis var það nú góð hugmynd hjá mér að taka að mér að passa fyrir bróðir minn og mágkonu á með þau eru í helgarferð í Danmörku.
Ég hélt fyrst að hefði komið mér í einhverjar ógöngur að fara að passa daginn fyrir lokapróf.
En ég náði nú að reddi því farsællega, pizza og tvær vídeóspólur handa krökkunum og ég læri í nýju heilsurúminu sem bróðir minn var að kaupa sér. Talsvert notalegra en bókhlaðan eða VR2!! ;)
Hæ hó jibbi jey það 28.apríl
Einhvern veginn var ég búin að ákveða að það yrði 30. apríl á föstudaginn, og þá ætti ég að mæta í próf.
Fyndið hvað maður bítur eitthvað í sig!
Alla seinustu viku hafa hinar dagsetningar ekki "make sence" og ég hef furðað mig á því hvað allt er eitthvað vitlaust dagsett og þegar ég ætlaði að fara að laga dagatalið í tölvunni minni, sá ég mér til ótrúlega mikillar gleði að það er 28. apríl í dag og ég er ekki að fara í próf á morgun heldur á laugardaginn!!!!!
Fyrir hvert einasta próf, vantar manni alltaf bara einn dag í viðbót til að ná öllu inn í hausinn, og nú fékk ég hann,
hæ hó jibbí jey......
tilviljun?!
Veit ekki hvort þið sjáið þetta, en ég get ekki betur séð en
Taung barnið sé bara sláandi líkur heimalandi/álfu sinni!!
hvaða þýðingu/merkingu það hefur væri áhugavert viðfangsefni!
Australopithecus africanus
Africa
"Vísindaferð í Tollgæsluna, takk!"
Ef ég mætti ráða hvert ég færi í vísindaferð, þá væri það í Tollgæsluna! Ég er mjög forvitinn að vita hvað þeir gera og hvers vegna þurfa þeir að keyra um á bílum sem líkjast löggubílum þannig að maður hrekkur í kút þegar maður sér þá! Til hvers eru eiginlega gululjósinn?!? og hvað er málið með þessar ströngu
reglum um einkennisbúninga!?!
Eflaust einhverjar góðar skýringar á þessu sem ég bara sé ekki. En þetta myndi ég endlega fá að spyrja fyrir um á meðan ég sötra bjór!!
jafnrétti?!
Las merkilega grein í DV í dag um mann sem vill ekki að konan sín yrði kærð fyrir að stinga sig í bakið, segir hann að “ég hlýt að hafa móðgað hana”. Hann segist hafa fyrirgefið henni verknaðinn, sem hafi verið framinn undir áhrifum, og vill að þau fái að vinna úr sínum málum sjálf.
Hvar er femenistar núnar!?!
Ef þessu máli yrði snúið við og maðurinn hefi stungið konuna sína þá væri allt vitlaust! Það væri löngu búið að draga konuna í burtu og koma henni fyrir í kvennaathvarfinu, og líklegast búið hengja manninn upp á eistunum í næsta ljósastaur!
Ekki það að ég sé neitt á móti aðgerðum feminista heldur, virðast þeir ansi oft standa bara öðru meginn við jafnréttislínuna.
Ég held að það sé ekki rétt að einblína of mikið á að stilla kvennfólki upp og auglýsa þær sem fullgilda aðila í samfélaginu (sem þær eru jú auðvitað) heldur þarf að leggja meiri áherslu á að styrkja stöðu fólks sem einstaklinga ekki sem “hann” eða “hún”!
En aðferðir til að auka jafnrétti er aldrei auðveldar og einhverstaðar verður að byrja, og læra svo af því!
Ég er alla vega dyggur stuðningsmaður þess að leggja niður kyn sem frumbreytu!!!!
Þekkir þú mig?
Ég tók
Ásdísi mér til fyrirmyndar og bjó til próf um mig
Endilega látið á reyna!
Bullshit!!!
Mr. Mom
Held að ég hefi aldrei séð jafn hallærislega mynd og þessa sem verið var að sýna á
Skjá 1!
þetta átti greinilega mynd þar sem ætti að brjóta hina föstu staðalmynd kynjana.
Karlinn missti vinnuna sína, og ákváðu þau að konan ætti að verða fyrirvinna heimilisins og karlinn yrði heima og hugsa um . ÓMG, eftir að var búið að troða karlinum inn í staðalmynd húsmæðra (eins og heiti myndarinnar gaf til kynna) og troða konunni inn í staðalmynd karla, þá endaði myndinn samt "hamingjusamlega", konan hætti í vinnunni og karlinn fékk vinuna sína aftur!!
þvílík bullshit!!!!!!!!
ef það ætti að banna einhverjar myndir þá eru það svona myndir!!!!
Hvar er sólsetrið?!?
Sólsetur í Skagafirði
þegar það er búið að vera svona sumarlegt eins og undan farið langar mig alveg ótrúlega mikið að komast heim í sveitina mína! þar getur maður séð fallegasta sólsetur í heimi!!!
Kúlutyggjó!
í prófalestri fæ ég alltaf æði fyrir einhverju. t.d. pekan hnetur, mandarínur, Special K, m&m, gulrætur og núna er það kúlutyggjó!
ótrúlega skemmtilegt og með allskonar bragðtegundum!
- held samt að ég verði grýtt ef ég tek það með mér á bókhlöðuna!
"Great"!!!
Það varð skyrsprengja í skólatöskunni minni, núna eru allar glósurnar mínar angandi af mygluðu skyri!!!
Svo er fólk að reyna telja mér trúum að það sé skynsamlegt að taka með sér nesti!!!!
Guði sé lof fyrir MSN
Rétt náði að bjarga mér fyrir horn í dag þegar ég var að hjálpa 12 ára frænku minni við heimalærdóminn.
"hvernig á að finna út grunnlínu ef ég veit flatarmálið og hæðina?"
öööööö
hmmmmm
jaaaaa
skooo
þar sem ég sat fyrir framan tölvuna þegar hún spurði, gat ég spurt eitthvað af þessum stærðfræðinördum sem voru online. "sko formúlan er F=0.5*g*h, þú snýrð þessu þá bara við og færð þannig út grunnlínuna"
"fjúkket" þarna náði ég að bjarga Háskólastoltinu. Hefði komið heldur illa út þar sem ég var nýbúin að lexa yfir henni mikilvægi þess að vera dugleg að læra til að ganga betur í Háskólanum í framtíðinni. Kemur kannski úr hörðusti átt þar sem ég á skilið eitt gott spark í rassinn fyrir kæruleysið mitt í vetur.
En á morgun mun ég halda áfram að vera til fyrirmyndar og tala einungis við hana á Ensku! Það verður eflaust bara gaman, enda þarf ég líka að fara hressa upp á framburðinn minn.
over and out!
Ég er skyld forseta Íslands í 7. ættlið!!!
Ólafur Ragnar Grímsson
Merklegt hvað maður getur fundið að
gera þegar maður ætlar að vera að læra!!!
.
Yndislegur texti, yndislegt lag!!
Someday he'll come along
The man I love
And he'll be big and strong
The man I love
And when he comes my way
I'll do my best to make him stay
He'll look at me and smile
I'll understand
Then in a little while
He'll take my hand
And though it seems absurd
I know we both won't say a word
Maybe I shall meet him Sunday
Maybe Monday, maybe not
Still I'm sure to meet him one day
Maybe Tuesday will be my good news day
He'll build a little home
That's meant for two
From which I'll never roam
Who would, would you
And so all else above
I'm dreaming of the man I love
.
Gaman að þessu....
Dear white man
When I´m born I´m black!
When I grow up I´m black!
When I go in the sun I´m black!
When I feel cold I´m black!
When I´m scared I´m black!
When I´m sick I´m black!
and
When I´m dead I´m still black!
But you white man
When you are born you are
pink!
When you grow up you are
white!
When you go in the sun you are
red!
When you fell cold you are
blue!
When you are scared you are
yellow!
when you are sick you are
green!
and
When you die you are
gray!
And now please tell me why YOU call ME coloured
Ella Fitzgerald
Billie Holiday
Stundum held ég að ég sé fædd á vitlausu tímabili!
Ég er algjörlega ástfangin af gömlu jazzdrottningunum, eins og Billie Holiday og Ellu Fitzgerald.
Það er einhver dulrænn sjarmi við tónlistina þeirra, verð alveg heilluð af einlægni þeirra. Maður finnur hvað það er alls ekki hægt að feta í fótspor þeirra! Enginn Idolstjarna munu held ég nokkurn tímann geta stælt!
Mikið getur verið erfitt að vera fullorðin!!!
Maður þarf að hugsa sjálfur og muna að gera hitt og þetta.
Í dag afrekaði ég þó að skila inn skattskýslunni og skrá mig í námskeið í Háskólann. Skráði mig einmitt í BA-verkefni!! Vei vei!!!!
Sveitin mín fagra!
Gilsstofa
Ég kem af sveitabæ sem heitir Gil, er hann staðsettur rétt fyrir utan Sauðárkórk. á myndinni fyrir ofan er "
Gilsstofa". það er sem sagt bær sem stóð heima hjá mér og var seinna flutt á safn (Glaumbæjarsafn).
Ég held að það séu ákveðin forréttindi að geta tengt sig svona vel við forfeður sína! Að maður geti alltaf fundið sinn heimahaga hvernig sem lífið muni snúast.
Hérna eru nokkrar fallegar myndir sem ég fann á netinu, sem teknar eru í Skagafirði
Stöðvum ofbeldi gegn konum!
Íslandsdeild
Amnesty International var að sýna þrjár heimildarmyndir tengdar baráttunni gegn ofbeldi í garð kvenna í Alþjóðahúsinu í dag, og ákváðum við
Guðfinna að drífa okkur.
Mjög áhugaverðar myndir sérstaklega, hvernig stórnvöld taka á fólksfjölgun Rómanskra íbúa í Slóvaíku, gera ófrósemisaðgerir á konum sem eru nýbúnar að fæða börn!!!
Fáranlegt hvernig stjórnvöld geta verið þröngsýn. Vandinn liggur auðvitað ekki ótímabærum þungunum, heldur fræðsluleysi og skortur á menntun. Þannig getur fólk fótað sig í lífinu og nær kannski að klifra upp úr fátækt!!!
Hver er liturinn á vatninu?!?
Franz Boas nokkurn skrifaði Doctors ritgerð um litinn á vatninu!!
Allt er hægt að skrifa um!!!!
Hin dulda geymsla
Okkur í stjórn HÍ-kórsins barst fyrirspurn í fyrra um geisladisk sem kórinn gaf út með Disney rímum eftir Þórarinn Eldjárn. Í kjölfar þess komumst við að því að kórinn ætti geymslu “eitthver staðar”!!
Þetta hljómaði ótrúlega spennandi! Hvað var geymt í “geymslunni?!? Okkur gekk hins vegar ekkert svo vel að finna þessa fyrirheitnar geymslu og gafst okkur ekki tími til að klára leitina.
Hins vegar hafði ég ekki gleymt geymslunni, og eftir því sem tíminn leið því meiri væntingar bar ég til “geymslunar” sá fyrir mér hvelfingu fulla af gulli og víni.
Loksins í dag nærri ári seinna, er loksins búið að hafa uppi á geymslunni og manni með réttann lykill.
Geymslan stóðst að sumi leiti væntingar, það var rétt hægt stíga hálft skref inn í hana því hún var full af drasli sem að við fyrstu sín var flest allt í eigu stúdentaráðs. En þvílíkt óskipulag og óreiða ég beið bara eftir því að
Heiðar Snyrtir myndi koma hlaupandi í gúmmihönskunum!!
Vegna tímaskorts gat ég ekki fengið útrás fyrir skipulagseðlinu mínu en greyp samt með mér kassa með ýmissu gulli og þar með talinn geisldiskinn fyrrnefnda “Disney Rímur”.
Hann hinsvegar stóðst ekki væntingar.
“Disney rýmur” hljómar eins og eitthvað sem maður gefur litlu frænku sinni. En eftir að hafa hlustað á tóndæmi af disknum, áttaði ég mig að þetta er eitthvað sem maður gefur ALLS EKKI litlu frænku sinni!!!
En í næstu viku mun ég snúa aftur í geymsluna og klára að grafa upp allt gullið sem er merk HÍ-kórnum...aldrei að vita nema það finnist eitthvað vín líka!
Stundum er lífið bara yndislegt!
Hef bara ekki getað hætt að brosa í dag : )
Í dag er ég nákvæmlega þar sem ég vil vera í lífinu! Umgengst skemmtilegt og áhugavert fólk sem "býr á nákvæmlega sömu plánetu" og ég! Er í skóla að læra það sem mér finnst mest spennandi. Framtíðin er björt og jákvæð. Ég á yndislega fjölskyldu, góða og nána vini, og það er frábært veður úti. Hvað getur maður beðið um meira?