þriðjudagur, ágúst 30

Adios amigos

vei! Ég er að fara norður í kvöld!

sunnudagur, ágúst 28

Þunnudagur

Sú staðreynd rann upp fyrir mér í dag að Það eru 52 vikur í árinu, sem gerir 52 sunnudaga.
Af þessum 52 sunnudögum hef ég líklegast verið þunn 45 af þeim!

Fór í gær í afmælispartí aldarinnar!! Tveggja hæða einbýlishús með uppáhalds hljómsveitinni minni(Blásýru) í stofunni og ég gestasöngvari :) áfengið flæddi úr öllum áttum, skemmtilegasta fólk í heimi, svo í allri gleðinni fannst mér ótrúlega sniðugt að slamma við Ham lagið hans Kalla!

En ekkert er ókeypis í þessum heimi, vaknaði í vinnuna í dag ógeðslag þunn, með viskírödd og hálsverki dauðans.

miðvikudagur, ágúst 24


kannski að maður sé búinn að læra nógu mikið þegar manni finnst þetta ótrúlega fyndið!

þriðjudagur, ágúst 23

Merkilegt hvað maður þarf alltaf að vera með hendurnar í andlitinu og í hárinu þegar maður er að læra/lesa!!!


maður verður alltaf eins og einhver brjálæðinur
Ætli Einstein hafi glímt við þetta sama vandamál

Ljósmyndun hefur lengi verið áhugamál hjá mér, en þar sem myndavélin mín eyðilagðist fyrir nokkrum árum, hef ég lítið getað verðið að taka myndir. Kannski ég kaupi mér einhverja gamla, fara að framkalla sjálf, víst ég lærði það nú einu sinni. Geymslan mín verðandi á görðunum ætti að vera ágætis myrkraherbergi!
Pascal Fellonneau er einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum, hann var einmitt að setja inn nýjar myndir sem hann tók í Grafarholtinu í júlí

mánudagur, ágúst 22

Hvað er málið?

einbeitingarskortur?
leti?
vanfærni?
agaleysi?
aumingjaskapur?
eða eitthvað yfirnáttúrulegt?

ekki vantar nægilega góðar aðstæður, áhugan, stressið, kröfurnar, ég er ekki veik, ekki svöng, ekki þreytt!
af hverju er ég ekki að læra?!

ég nenni að horfa út í loftið, blogga, hanga á msn og netinu, leggja kapal og eiginlega hvað sem er nema læra!!

alla vega hvað sem þetta er þá er það örugglega smitandi, þar sem þetta virðist finnast hjá alla vega 45% nemenda!

Á morgun segir sá lati!

úff ég er ekki að nenna að vera í þessum sumarprófum!
Hvar kom þessi rosalegi menntnaður að ætla að hækka upp einkunnir, ég vona bara héðan af að þær standi alla vega í stað en lækki ekki niður!

föstudagur, ágúst 19

"I intend to be independently blue"!

Ef maður er bitur út í lífið, þá er Billie manneskjan til að deila því með manni! Þvílík synd að hún hafi dáið svona ung!


Sveitaball here i come!!

Þó ég hafi farið norður um seinustu helgi, get ég varla beðið eftir að fara aftur norður, og vill svo ótrúlega skemmtilega til að það verður ball í Miðgarði akkúrat þegar ég verð þar!

miðvikudagur, ágúst 17

jæja, þá er það búið!

jæja þá er ég ekki lengur formaður Háskólakórsins!
held að það mun verða ákveðið þroskaþrep fyrir mig að halda áfram í kórum og ekki skipta mér af!!

Ætli það verði þá ekki best að finna sér eitthvað annað félagsstarf til að stjórnast í! Á maður ekki alltaf að reyna að koma sér í aðstæður þar sem gallar manns eru kostir!

Annars er hellings breytingar hjá mér á næsta leiti, komin í nýja vinnu, flytja í nýja íbúð (mun samt sakna að búa með Söndru minni!), allt of margir vinir mínir að flytja út til köben, ég mun verða hálf vængbrotin, en stefni samt á að fara út í heimsókn í okt/nóv!

þriðjudagur, ágúst 16

"það er draumur að vera með dáta..."


Sá mjög skemmtilegan og fræðandi þátt á RUV í kvöld um "ástandið".
Snilldar þáttur, segi ekki annað! Hló mig alveg vitlausa af viðbrögðum íslendinga á hernáminu. Helstu áhyggjurnar voru að "missa" kvennfólkið í arma hermannana og þar með gera þær að skækjum og mellum, en ekki að við værum stödd í miðri heimstyrjöld!!!!!
Það var meira að segja sett saman Ástandsnefnd, þar sem þrír karlmenn reyndu að finna eitthvað út úr því að stoppa þennan ólifnað og saurlíf sem íslenskt kvennfólk væri komið í

Annars skil ég kynsystur mínar (eða kynömmur!) mjög vel! Loksins sem þær hitta "gentleman". Íslenskir karlmennirnir hefðu frekar átt slaka á afbrigðisseminni og reyna að læra eitthvað af þeim og hætta að reyna draga okkur heim á hárinu!

mánudagur, ágúst 15

Það er ekkert sniðugt við það að byrja daginn á að hamast í 1 klukkutíma og sitja svo í 12 tíma!!

Áðan sá ég lengsta kúst sem ég hef séð, hann var örugglega 50 metrar að lengd!! Það er sem sagt verið að þrífa gluggana á bókhlöðuna að utan!

Áðan hitti ég Idolið mitt Vigdísi Finnbogadóttur út í bakarí! Ég varð hálf feimin, það eru held ég fáir sem ég hef ber eins mikla virðingu fyrir eins og henni. Ég var pirruð yfir því að litlu stelpurnar í bakaríinu vissu örugglega ekki hver hún var!
- Ég er búin að vera raula íslenska þjóðsönginn síðan í bakaríinu!

Áðan komst ég að því að ég drekk allt of mikið kaffi, þar sem mér finnst allt kaffi sem er ekki expressó vera bragðlaust!

Áðan týndi ég strokleðrinu mínu, síðan þá er ég alltaf að skrifa vitlaust!

Áðan hafði ég 52 tíma til að rifja upp fyrir prófið, núna hef ég bara 45 tíma.....

Farið að sjást til sólar!

Núna er loksins farið að slakna í kringum mig, ég er komin í upplestrar frí í vinnunum, Road trip ferðin til Skagafjarðar (sem gekk btw rosalega vel) er búin, ég hef 52 tíma til að rifja upp fyrir prófið og ég er útsofin!

jamm þetta reddast allt! :)

þriðjudagur, ágúst 9

Bjartsýni og hvatvísi fer ekki alltaf of vel saman!

Ég trúi því að maður gerir aldrei neitt nema maður hafi einhvern ávinninga af því, ég hlýt því að stefna af því að verða "The biggest Winner"

Ég er algjör snillingur að taka að mér allt of mörg verkefni í einu, og alltaf tekst mér að láta það bitna á náminu og þá sérstaklega svefni, ég er ekki frá því að ég myndi standa mig ansi vel í íslandsmeisaramóti í vöku!

Það sem er á dagskránni í þessa daganna:

*90% vinna á sambýli
*Hlutastarf á kaffihúsi (nýbyrjuð að vinna þar, svo ég þori ekki að segja nei við
neinum vöktum)
*tvö sumarpróf
*flutningur á stútendagarðana
*námskeið í ræktinni þrjá morgna í viku
*skipulagning og ferð með hóp í ævintýra/djamm ferð til skagafjarðar um
helgina

Ef það er einhvern tímann sem ég myndi vilja eiga bíl þá er það núna!!

mánudagur, ágúst 8

Pirr, pirr!

Ég reif mig á fætur eftir allt of lítinn svefn til að mæta í fyrsta tímann á námskeiðinu í ræktinni, svo bara mætti kennarinn ekkert!!! þannig að ég varð að láta mér tækjasalinn duga!! (pirri)

Er mætt á bókhlöðuna til að læra fyrir sumarpróf, það er eiginlega hálf notalegt að vera komin hingað aftur, nema hvað að kaffið hérna er ennþá skelfilega vont (pirr), sérstaklega eftir að maður er búin að vera að vinna á kaffihúsi alla helgina!

Held samt að ég slafri í mig nokkrum bollum af þessu ógeðiskaffi til viðbótar svo ég halda mér vakandi!

laugardagur, ágúst 6

úff, ótrúlega langt síðan ég hef verið svona rosalega þreytt og í dag, mig verkjar í allann líkamann!

Var að fá mér aukavinnu á Kofa Tómasar frænda. Ákvað að það væri skynsamlegt fyrir mig að fara breikka út starfsreynsluna mína, áður enn ég fer í heimsreisuna.

Byrjaði í dag kl 1 þar sem það var gay pride var geðveikislega mikið að gera og hafði aldrei áður komið nálægt alvöru kaffivél, en sem betur fer er ég fljót að læra, þó ég hafi verið ílla sofin og graut þunn (þökk sé Ýrr, hún er líklegast með hikksta núna!!!), en ég tók bara maraþon stílinn á þetta og komst yfir sársauka og þreytu þröskuldinn!

nenni samt ómögulega að fara taka til eftir afmælispartíið, ég verð bara að reyna að sofa hérna í bjórdósalandi!

þriðjudagur, ágúst 2



Vei ég á afmæli og það er ekki verslunarmannahelgi!! Kannski ég geti gert eitthvað skemmtilegt í tilefni þess aldrei þessu vant!!