þriðjudagur, nóvember 30

slóvenía hækkaði mig úr 3% yfir í 4% :)create your own visited country map
or check our Amsterdam travel guide

í dag fékk ég seinasta lausa borðið á bókhlöðunni og það var númer 1 (skemmtileg tilviljun).

Getur fólk ekki bara lært heima hjá sér!?! og þá sérstaklega framhaldskólanemar
ég hef yfirleitt ekkert á móti framhaldskólanemum enda verið slíkur einu sinni. En ég man ekki betur en Þjóðarbókhlaðan sé HÁSKÓLABÓKASAFN!!
og nú á ekki að útdeila númerum til háskólanema heldur er búið að "taka frá" borð handa okkur!
ég segi nú bara phú á stjórnendur bókhlöðunnar!!!!

mánudagur, nóvember 29

Merkilegt...
ég kemst ekki á netið á 3. hæð bókhlöðunar
en auðveldlega á 4. hæð!!
og virðist það gilda einungis um mína tölvu!!


þetta skapar hins vegar töluverða togstreitu!
mér finnst þægilegast að læra á 3. hæð en fæ brjálæðislegt fráhvarfseinkenni ef ég kemst ekki á netið! hins vegar hef ég varla tíma til að vera á netinu þannig það væri skynsamlegast að vera á 3. hæð, en..... : S

sunnudagur, nóvember 28

"Undir Stjörnuhimni"

Á fimmtudaginn seinasta difum við Kristín og Sigrún okkur í bíó að sjá seinustu myndina á kvikmynda hátíðinni. Myndin hét "Undir stjörnuhimni" og var heimildarmynd um götustelpuna Fridu í Suður-Afríku sem hafði þann talent að geta sungið, hafði þá tekið þátt í “Idoli” þeirra Suður-Afríkumanna (poppstar) og orðið ein af 50 best úr 200 manna hópi.
En það sem myndin sérist aðalega um var hvað gerir götubarn eftir að hafa unnið í svona keppni? Það er ekki nóg að fá tækifæri það þarf að geta unnið með það og tekist á við það! Lífið er ekkert svo einfalt, það er enginn álfadís sem leysir fólk úr álögum!

Þetta var sem sagt raunveruleg mynd um raunverulegt fólk í raunverulegum aðstæðum!!

miðvikudagur, nóvember 24

"Best í heimi!"

það er fátt sem mér finnst jafn óaðlaðandi eins og gamlar og ljótar skólabækur/skruddur!

Það eru örugglega ekki margir sammála mér, en ég virðist hafa ofnæmi fyrir gamalli Íslensku og íslendingasögum, fæ útbrot við það eitt að heyra minnst á bragfræði eða Sturlunga!
Núna er ég að skrifa ritgerð þar sem ég þarf að flétta upp í gamalli skruddu sem heitir því fallega nafni "Lýðmentun" gefin út 1903! og ég er strax komin með ógleðistilfinningu!

Ég veit ekki hvað hefur orðið til þess að ég fái grænar bólur af íslendingasögu, nema kannski bara það hvað íslendingar eru alltaf "best í heimi"!!

Mér finnst meira að segja leiðinlegt að blogga um íslendingasögu!

mánudagur, nóvember 22

"Kariera fólkið í Ástraílu skylgreinir alla í samfélaginu sem skyldmenni. Þeir skipta skyldmennum í karlleggskerfi og í tvo hópa. Þeir geta gifst hverjum sem er af réttu kyni og er ekki skylgreindur sem systkyni . Þeir meiga heldur ekki giftast þremenningum sínum. Nánar tiltekið börnum bróður pabba síns né börnum systur mömmu sinnar, en þeir meiga giftast börnum systur pabba síns og börnum bróður mömmu sinnar".

humm...flókið að fara á date

Útskýring: "karlmaður giftist þeim sem er dóttir systur pabba síns og/eða dóttir bróður mömmu sinnar. Kona giftist þeim sem er sonur systur pabba síns og/eða sonur bróður mömmu sinnar. Systir mömmunnar er svo gift bróður pabbans.
Kannanir hafa leitt í ljós að pólitískur stöðugleiki er mestur hjá samfélögum sem skiptast í tvo hópa og hafa sterk sifjabönd
Það eru samfélög sem hafa skipst á konum í margar áratugi og hafa myndað þannig sterk sifjabönd"

Er þetta kannski lausnin??

fimmtudagur, nóvember 18

Control Room

Ákvað að skella mér á sýningu myndarinnar Control Room í Listasafninu í gær! Á eftir heimildarmyndina var pallborðsumræða þar sem hin virðulega Sigríður Víðis var þar einn af pallborðsfólki og sagði frá sínu áliti á málinu.

Held að allir hafi gott af því að sjá þessa mynd, enda kom hún með margar áhugaverðar ábendingar um fréttaflutning á íraksstríðinu. Þó ég væri búin að sjá margar myndir af stríðsþjáðu og limleyst fólk í fréttum, þá hafði þessi heimildar mynd alveg sérstaklega mikil áhrif á mig. Fann ég kannski fyrst nú, fyrir því hvað stríð er raunverulegt og það gerist ekki bara í "útlöndum"!
umræðurnar eftir myndina var einnig mjög áhugavert. það verður gaman að sjá hvort að fréttaflutningur Al Jazeera á ensku eigi eftir að hafa jafn mikil áhrif á okkur enskumælandi vestræna heim og það hefur haft á Arabiskaheiminn!!

miðvikudagur, nóvember 17

Kannski ég ætti að heimta skaðabætur af Háskólanum fyrir útlögðum kostnað af aukaverkunum sem ég hef hlotið, af öllum þeim heimalærdómi sem þeir krefjast af manni!

Nú er svo komið að ég þarf að gleypa 1800 gr af bólgueyðandi á dag í tvær vikur, nota lesgleraugu, vera með spelku á vinstir hendi (og btw. Þá er það fáranlega erfitt að pikka með þetta drasl á hendinni, sem leiðir til þess að ég þarf að eyða ennþá lengri tíma við að læra) og þar sem að Háskólabókasafnið hefur ekki efni á að kynda almennilega þá er ég komin með króníst kvef, ótímabæra syfju vegna næturslesturs og kennslutíma skelfilega snemma, Vöðvabólgu vegna ósamræmis milli borða og stóla, .......

Það sem mér finndist réttlátast væri að Rektor myndi senda mig á sólarstönd með fjallmyndarlegum nuddara í að minnst tvær vikur! og redda mér au-pear til að sinna heimilisverkum yfir próflestratíma (eða bíður kannski íslandsbanki upp á þannig??)

mánudagur, nóvember 1

vííí peningadagur í dag

Svo það er best að fara eyða þeim í vitleysu og fá sér almennilegan hádegismat