mánudagur, júlí 31

Frábærir tónleikarnir hjá Sigur Rós.

Stemmingin var alveg einstök og hefði hún verið enn betri ef fólk hefði ekki alltaf þurfta að vera á sífellu flakki og troðast fram hjá manni.

Ég held að það sé alveg málið að eyða skattpeningum frekar í svona samkomur en t.d. fokdýra og óþarfa ímyndarauglýsingar fyrir Orkuveituna!!

Annars tókst mér svo í þynnkunni í dag að skera mig á skyrdollu!! Maður hefði kannski getað reddað sér einhverja dollara út á þetta ef maður byggi í Bandaríkjunum.

ps. við Kristín komum ef til vill í fréttunum á NFS á morgun ;)

laugardagur, júlí 29

Don't worry be happy!!

Það hafa allir sín vandamál sama hversu stór þau eru eða hversdagsleg. Stundum getur maður samt alveg misst sig við að velta sér upp úr þeim og endað með að trúa því að manns vandamál sé það stærsta sem hægt sé að leggja á eina mannesku!
En þá er alveg málið að hlusta bara á lagið hans Bobby Mcferrin "Don't worry be happy". Fyrir utan að vera snilldar lag og texti þá hefur maðurinn líka svo ótrúlega upplífgandi rödd.

Manni finnst þá eiginlega kjánalegt að vera með einhverjar áhyggjur eða pirring ....don't worry, be happy :)

Læt textann fylgja með, svo þið getið nú raulað lagið til að hressa ykkur við.

Here's a little song I wrote
You might want to sing it note for note
Don't worry, be happy.
In every life we have some trouble
But when you worry you make it double
Don't worry, be happy. Don't worry, be happy now.

*Don't worry, be happy. Don't worry, be happy. Don't worry, be happy. Don't worry, be happy.

Ain't got no place to lay your head
Somebody came and took your bed
Don't worry, be happy.
The landlord say your rent is late
He may have to litigate
Don't worry, be happy.

*(Look at me -- I'm happy. Don't worry, be happy.
Here I give you my phone number.
When you worry, call me, I make you happy. Don't worry, be happy.)

Ain't got no cash, ain't got no style
Ain't got no gal to make you smile
Don't worry, be happy.
'Cause when you worry your face will frown
And that will bring everybody down
Don't worry, be happy.

*(Don't worry, don't worry, don't do it. Be happy. Put a smile on your face. Don't bring everybody down. Don't worry. It will soon pass, whatever it is. Don't worry, be happy. I'm not worried, I'm happy... )

miðvikudagur, júlí 26

Erna the Glorious!

Það hefur sko verið nóg að gera hjá mér á næturvöktunum undan farið. Ýmist er ég að byggja flugvelli, finna upp internetið, uppgvöta erfðatækni, reisa Effelturnin, greiða atkvæði hjá sameinuðuþjóðunum og þannig gæti ég lengi talið. Enda er ég á 10 tíma vöktum og eins gott að eyða honum í að byggja upp heimsveldi eins og eitthvað annað.

sunnudagur, júlí 23

"Má bjóða þér bjór, kokteil, línu..."

Mér finnst yfirleitt alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Um helgar enda ég oftar en ekki niður í bæ. Enda mjög gaman að vera innan um hresst fólk sem er að skemmta sér. Undir flestum kringum stæðum finnst mér óþægilegt að þiggja áfengi frá ókunnum karlmönnum á djamminu, sama hversu indælir og myndarlegir þeir eru. Ekki það að ég hafi eitthvað að á móti að stelpum sem þiggja drykki. Mér finnst bara að þeir geti talað við mann án þess að þurfa að kaupa eitthvað handa manni. já eða heimta að draga mann afsíðis til að bjóða manni upp á línu!!!

þriðjudagur, júlí 18

Hámark letinar

Kvöldmaturinn: kalt örbylgjupopp síðan í gær í eða afþýða pottrétt?
- poppið er mun fljótlegra!

mánudagur, júlí 17

í auknablikinu getur verið slökkt á farsímanum, hann utan þjónustusvæðis eða allar rásir uppteknar vinsamlegast reynið síðar!

Í þynkunni og kæruleysinu tókst að gleyma símanum mínum fyrir norðann, og nú er ég alveg símalaus. Frekar skerí tilfinning en á sama tíma mjög afslappandi! Maður heldur alltaf að maður sé að missa af ótrúlega áríðandi símtölum á meðan maður er yfileitt bara endalaust að fá símtöl sem maður nennir ekki að fá. Ég vona að ég lifi símaleysið af þangað til ég fæ hann aftur.

laugardagur, júlí 15

Ég er í fílu!!

Þvílíkt leiðindarveður!!!! Ég bið ekki um mikið, bara veður svo maður nenni út úr húsi!

Það verða líka allir svo þunglyndir við að bíða endalaust eftir góða veðrinu!!!

mánudagur, júlí 10

Þarf nauðsynlega að losna við vöðvabólgur og bakverki. Óska því eftir að ráða nuddara sem allra fyrst.
Nauðsynlegar kröfur:
- Handlaginn
- Fjallmyndarlegur
- Olíuborinn
- Vinnutími eftir mínum hentugleika.
Tungumálakunnátta ekki nauðsynleg.


Laun samkvæmt kjarasamningum.

laugardagur, júlí 8

Big big spender!!

Ég er alveg að missa mig núna á útsölunum, og hef náð að kaupa mér allt sem mér vantar og vantar ekki. Þar með talið gallabuxur, en að finna flottar gallabuxur er eins og að leita að nál í heystakk, og því yfirleitt höfuðverkur hverjar stelpu. Í dag mátaði ég örugglega yfir 10 gallabuxur. Mér til mikillar hamingju fann ég tvær álitlegar ig lokaði bara augunum meðan ég kvittaði fyrir þær. Þó ég hafi fundið mér gallabuxur fékk ég þvílíkt kvalarfullt þursabit þegar ég kom heim.
......Já það ekkert er frítt í þessum heimi!

fimmtudagur, júlí 6

"Og með hverjum heldur þú?"

í kringum HM vertíðina í fótbolta er í sífellu verið að spyrja mig með hvaða liði ég held.En ég tók þá afstöðu ung að árum að fótbolti væri leiðinlegur og algjörlega óhæfur til áhorfs (enda var karfan miklu meira kúl)! Ekki það að mér finnist íþróttir óspennandi, en fótbolti er eitthvað sem kveikir bara alls ekki í mér keppnisskapið. Formúlan er dæmi um aðra íþrótt sem er algerlega óskiljanleg. það bara gerist ekkert! í fótboltanum gengur þeim sem fá eitthvað að koma við boltann mis illa að hitta í markið og í formúlunni er mis mikill hávaði í bílunum.

Þannig mér finnst eiginlega kjánalegt að taka afstöðu um hvaða lið ég held með, sérstaklega ef ég met afstöðu mína út frá hversu vel mér líkar við heimalands þess.Vona bara að þetta HM fár fari nú að ljúka svo fólk verði aftur viðræðuhæft!!

miðvikudagur, júlí 5

seint á kvöldin og á nóttunni næ ég yfirleitt að hugsa sem skýrast og einbeitinginn er yfirleitt í hæðsta stigi. það verður oft til þess að ég fæ mínar bestu hugmyndir á nóttunni og þá sérstaklega að því félagsstarfi sem ég er að vinna í.
En það sorglega við það, er að allir eru farnir að sofa og maður getur ekki sagt neinum frá þeim!
kannski ég fái mér kött. Þeir nenna alltaf að hlusta á mann og eru yfirleitt vakandi á nóttunni!

Annars var ég á landsmóti hestamanna um helgina. alveg var þetta geggjuð helgi. Hressasta fólk sem völ er á kom með og algerlega vel heppnuð dagskrá!!