mánudagur, desember 26

GLEÐILEG JÓL!

sunnudagur, desember 18

Tvífarar?!?











Allt er hægt að gera á netinu. Meira að segja hvaða andlitsbyggingin mans passar mest við einhverjar fræga persónu.
Til dæmis höfum við Anna Kournikova 70% eins andlit (ekki slæmt það).
næstar voru Kate Winslet 69%
Angelina Jolie og Madeline Albright 68% eins andlit og ég! - sjá hér-

svo til að reyna að sannreyna þetta eitthvað, prófaði ég 2 aðrar myndir af mér
hér og hér nema hvað að Cameron Diaz kemur sterk inn í 72% og 71%

Hótel Rúanda

Ákvað að taka mér smá pásu frá þessum endalausa lærdómi og leigja mér mynd. Eftir að ég gafst næstum upp að reyna að finna einhverja áhugaverða mynd í þessu Hollywoodhafi, rakst á ég Hotel Rwanda. Þarna fann ég mynd sem ég get lytið á sem námsefni, þannig minna samviskubit fyrir mig :)

En mikið rosalega hafði myndin áhrif á mig. Ég skalf, grét, var óglatt og réð mér ekki fyrir spenningi. (btw. græt ég nær aldrei yfir myndum)

Ég er að læra undir próf í Þjóðernishópum, og held ég að nú mun ég legga enn meira á mig að læra undir prófið svo ég sé betur búin að eiga í rökræðum við þann rasisma sem ríkir í þessum heimi sem við búum.

í þessu sambandi vil ég koma inn minni gagnrýni á "Hjálpum þeim" átakinu.

Ok öll aðstoð hjálpar til. En hvernig væri að gera hana af fullum metnaði. Virkilega senda skýr skilaboð, sýna réttar myndir.
Myndbandið sem gert var við endurútgáfu lagsins er vægast sagt illa unnið. Þar eru einungis sýnd börn sem er svo illa stödd að þau eru líklegast öll dáin núna eða verða fötluð ef þau lifa. Það vita allir að það eru sveltandi börn í Afríku!!!!!!!hvernig væri að segja almenningu afhverju?????
það er að segja rót vandans.
Á Íslandi ríkir málsfrelsi!! Af hverju ekki að sýna myndabrot af stóruköllunum sem eiga að stjórna þessum heimi, sem segja gera bókstaflega ekki neitt!!!Hvernig væri að sýna myndir af þeim sem espa upp aðskilnað þjóðernishópa!!! hvernig væri að sýna myndir af OKKUR, hlaupandi um búðirnar að kaupa óþarfa gjafir!

Hvernig væri að leysa rót vandans?!
Auðvitað þarf að gefa sveltandi börnum að borða, einhver hlýtur að vera ástæðan fyrir því að börnin lenda í þessum aðstæðum!?!?!???
Hvernig stendur á því að börnin og fólkið, situr og bíður dauðans á jarðskjálftasvæðunum!!
Það vita allir af þessu, þetta eru engar fréttir!! og ég sé enga ástæðu að hlífa okkar börnum við að vita hver stendur á baki að við heyrum ekki, neyðarköllum!

kannski það myndi hjálpa að tengja þetta inn í íslenska menningu svo fólk skilji "það þýðir ekkert að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann"!!!


Af þessu tilefni vil ég einnig benda á ritgerð Sigríðar Víðis - Eigum við að hjálpa öðrum

fimmtudagur, desember 15

ég var að uppgötva Monty Python nýverið. ótrúleg snilld, breskur húmor stendur alltaf fyrir sínu!!

hérna eru smá argument

Þetta er allt að koma

Á 22 dögum náði ég að klára:
2 verkefni
3 ritgerðir
1 heimapróf
1 lokapróf

Nú hef ég 6 daga til að klára:
1 ritgerð
1 lokapróf

Svo hef ég 2 daga til að redda jólunum!!

þriðjudagur, desember 13

fikt getur kostað mann lífið!

ok ef ég festist inn í herbergi þar sem ég þarf að leysa þrautir til að komast út, þá mun ég ekki deyja úr svelti eða andlegri uppgjöf heldur sprynga í loft upp!
- Jæja ágætt að vita það

spes!

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1173417
Hvernig væru að hafa smá forvarnarfræðslu og dreyfa getnaðarvörnum! Það er víst nóg af börnum sem enginn vill eiga, svo það sé ekki verið að hvetja til þess að fólk losi sig við þau ef nenna ekki að eiga þau!
- spurning um að leysa rót vandans!!

mánudagur, desember 12

Freud er töffari

Núna er ég að hamast við að skrifa ritgerð um sálgreiningu og þá hvort hún eigi heima í mannfræðinni.
Þar sem að sálgreiningu hefur verið sparkað all fast úr sálfræðinni rembast fylgismenn hennar að torða henni inn í aðrar fræðigreinar.
Freud kallinn var að mörgu leiti á undan sinni samtíð. Hann koma með margar frumlegar hugmyndir sem skýringar á því afhverju maðurinn er eins klikkaður og hann er. Aðalgagnrýnin á kenningar hans voru (fyrir utan hvað hann var "bilaður" og að þær snéru allar að kynlífi og ofbeldi) aðferðafræðin hjá honum, eða réttara sagt það hann var ekki með neina fasta aðferðafræði.
Allir sjúklingarnir hans voru móðursjúkir, hann sjálfur varð dópisti, og hann notaði þau gögn sem honum fannst passa inn í kenningar sínar, eftiráskýringar voru rökin!

Já, Freud var töffari og ég er alveg ótrúlega fegin að maður fær ennþá að lesa kenningar hans, þær lífga svo skemmtilega upp á þurrprumið sem hinir gauranir komu með.

föstudagur, desember 9

2000 v.s. 2005

Eins og mér einni er lagið, tekst mér alltaf að finna mér eitthvað annað að gera enn að læra, og yfirleitt verður hangs á netinu fyrir valinu.
Fyrir einhverja tilviljun var ég farin að skoða djammmyndir af króknum síðan 2000 Sem sagt áður enn ég flutti suður og var enn þá í fjölbraut. Get ég nú ekki sagt annað en mér hafi brugðið. Enda nær 25 kg síðan og 5 ár í öldrun.
Nú þegar ég ætlar mér að flytja aftur norður, fer ég að pæla í því hversu mikið maður hefur breyst og þroskast.
Nú er ég ekki lengur unglingur, komið að því að ég finna mér vinnu tengdri minni menntun, núna þarf ég að sýna ábyrgð sem fullgildur aðili í samfélaginu.
Um leið ég kvíður fyrir að fara úr frelsinu hérna í Rvk, þar sem ég geri það sem ég vil þegar ég vil og umgengst það fólk sem ég nenni að umgangast, verður notalegt að geta komist í áhyggjuleysið og í faðm fjölskyldunnar.
En mig hryllir líka pínu við tilhugsunni að flytja aftur inn á mömmu og pabba, þar sem lífið er frekar einsleitt og maður verður allt í einu skyldugur að þola alla umgengi frá fjölskyldumeðlimum og ættfólki.

Ætli næsta sumar verði upphaf af nýjum kafla sem fullorðin eða mun ég detta til baka og verða geðvondur unglingur í uppreisn!

Stemming á görðunum!


Ég dag lét ég loksins verða að því að bjóða vinkonum mínum hér á görðunum í mat, Guðfinnu og Tinnu Mjöll. Þurftu þær reyndar borga fyrir matinn sinn sjálfar, þar sem ég er í miðju prófum og lét ég Hrói höttur sjá um eldamennskuna.

Þetta var ansi hressandi hittingur og mikið slúðrað um gamla sveitunga og skipt á sögum um stráka.

Þær vorum sammála mér að við búum í furðulegri blokk.
Ég skil þetta ekki!
Blokkinni minni er í kringum 250 íbúðir en samt hitti ég engann!
Það eru eru 8 þvottavélar í þvottahúsinu, samt þarf ég aldrei að bíða eftir lausri vél og þvæ yfirleitt 3 vélar í einu!
Ég fer nær daglega í 10/11 og yfirleitt er ég ein með starfsmönnunum!
hvar eru eiginlega allir? og hvar eru allir sætu strákarnir sem mér var lofað!?!

þriðjudagur, desember 6

Grúví!!!

já ýmislegt hægt að dundar sér við!

http://www.muglets.com/FGVY

það er fátt eins slæmt og þegar maður rankar við sér við að dagskráin í sjónvarpinu er löngu búin og maður búin að eyða mörgum klukkutímum í ekki neitt! og það eru 5 dagar í næsta próf (sem ég óundirbúin fyrir) og 7 dagar í næstu ritgerðar skil (sem ég er ekki byrjuð á)!

Hér með óska ég eftir einhverjum til standa yfir mér með svipu!

sunnudagur, desember 4

Maður veit aldrei...!!

Ég hef þann ávana að fara aldrei út úr húsi nema ég lýti sæmilega út, hvort sem ég er að skreppa út í búð eða í skólann. Maður veit aldrei hvern maður getur hitt!

Það kemur þó fyrir að ég nenni því ekki og nú rétt áðan ætlaði ég bara rétt að henda nýlokinni ritgerð út í Odda, þangað eru c.a. 50 skref og allir þar eru álíka sjúskaðir og ég.
En svo þegar ég er rétt að vera komin heim tek ég eftir að einhver bíll eltir mig, sé ég svo að það frænka mín og hún heimtar að bjóða mér með sér í afmælisveislu til systur sinnar! Ég verð eins og kjáni, væri alveg til í að fara í afmælið en ég var í náttskyrtunni innan undir, með ógreitt hár og risa bauga eftir nóttina! Ég hafði nú lítið val og var dreginn inn í bílinn og hennt inn í veisluna. Það var þó gaman að hitta allt þetta fólk, og ég gerði mitt besta til að afsaka útlitið og halda mér í úlpunni.

Eins og ég segi "Maður veit aldrei...", svo Better safe then sorry!

laugardagur, desember 3

ok! ég er kannski einföld, þetta finnst mér brjálað fyndið.


kannski þurfa brandaranir ekki að vera mjög djúpir þegar maður er innilokaður í próftöku og ritgerðarsmíðum!

fimmtudagur, desember 1

Kaffi könnun! hóflegt/óhóflegt

Mér liggur forvitni á að vita hvað meðal maður drekkur mikið af kaffi á dag, og hvað telst þá að drekka mikið af kaffi!
Endilega komið með ykkar svör. En hafið í huga að umræðan á við um fólk sem drekkur kaffi reglulega, minnst einu sinni á dag að meðaltali!
Sem sagt, hvað er að ykkar mati hófleg kaffi drykkja og hvað er óhóflegt!

(p.s. ekkert leiðindar þvaður að kaffi sé óhollt!)