Nightingale
þriðjudagur, október 31
oh, ég er svo hræðilegur penni. ég veit ekki hversu oft sem ég hef sest niður og ætlað að blogga um það sem ég hef verið að ræða og pæla í við fólk. Ég á hins vegar mjög auðvelt með að koma hlutum frá mér í tali. kannski ég fái mér þá bara Videoblogg.
Eða nei nenni ekki að hlusta á sjálfan mig í hvert skipti sem ég kíki á bloggið. Fæ mér kannski bara ritara í staðinn.
Ég veit ekki hvernig ég fer að því að skrifa 2 rigerðir og 1 Ba ritgerð á næstu 2 mánuðum! Ég væri alla vega miklu ferkar til í að halda fyrirlestra!
Eða nei nenni ekki að hlusta á sjálfan mig í hvert skipti sem ég kíki á bloggið. Fæ mér kannski bara ritara í staðinn.
Ég veit ekki hvernig ég fer að því að skrifa 2 rigerðir og 1 Ba ritgerð á næstu 2 mánuðum! Ég væri alla vega miklu ferkar til í að halda fyrirlestra!
laugardagur, október 28
Á mörkum dauðans!!!
Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er með mjög sterk viðbrögð ef mér bregður og mér bregður mjög auðveldlega.
Núna í kvöld þar sem ég sit í myrkrinu og læt mér leiðast í tölvunni. Veit ég ekki af mér fyrr en eitthvað byrjar að klifra upp fæturnar á mér. Bregður mér svo hryllilega að ég öskra úr mér líftóruna, hendist upp úr sófanum og hrindi sófaborðinu lenst út á gólf!
Þá var ég búin að gleyma að ég er að passa lítinn chihuahua hund fyrir frænku mína, sem vildi allt í einu fá athygli.
Ég fæ því álíka mikið kikk úr því að fara í tívolí og að fara á hryllingsmynd í bíó!
föstudagur, október 27
þetta fær mig alltaf til að brosa :)
væl væl og sjálfsvorkun...
úff, ég hef enga þolinmæði fyrir að vera veik!!Ég var alveg handvissum að ég myndi sleppa við flensuna sem hefur verið að ganga, var bara með smá kvef, ekkert sem stoppar mann við dagleg ströf eða þá að ganga upp á Esjuna og stunda aðra rækt eins og ekkert sé.
Nei svo fór það nú aldeilsi ekki!! Esjan hefur greinilega gert útslagið, enda er hitastigið á gönguleiðinni ansi rokkandi. Nú sit ég heima í með hita, einhverrja öndunarfæraflensu og sjálfsvorkun á hæðsta stigi!!
Frekar erfitt fyrir mannseskju sem hefur farið í ræktina nánast á hverju degi seinustu tvo mánuði að hanga heima í sófanum!
...dæst!
þriðjudagur, október 17
noh, Krókurinn bara orðin place to be
Mikið væri lífið miklu skemmtilegar og ég tala nú ekki um auðveldara ef við þyrftum ekki alltaf að vera að sinna hversdagslegum frumhvötum eins og að borða og sofa.
það myndi dugar mér fínt að borða eins og einu sinni í viku, þá myndi ég kannski nenna að elda eitthvað almennilegt! En ekki að standa í að leita mér að einhverju skynsamlegu að borða 4x á dag!!
svo er alveg óþolandi að rembast við að vakna á eðlilegum tíma til að sleppa við að vera með samviskubit allann daginn yfir að hafa sofið of lengi og svo vera andvaka á nóttunni af því ég svaf svo lengi morguninn áður!!
það myndi dugar mér fínt að borða eins og einu sinni í viku, þá myndi ég kannski nenna að elda eitthvað almennilegt! En ekki að standa í að leita mér að einhverju skynsamlegu að borða 4x á dag!!
svo er alveg óþolandi að rembast við að vakna á eðlilegum tíma til að sleppa við að vera með samviskubit allann daginn yfir að hafa sofið of lengi og svo vera andvaka á nóttunni af því ég svaf svo lengi morguninn áður!!
mánudagur, október 16
Frumlegar pikk-up línur
Sú staðreynd er farin að renna upp fyrir mér að ég sé vitleysingjasuga á fulla karlmenn. Alla vega hef ég heyrt ófár klikkaðar og frumlegar pikk-up línur . Það hefur orðið til þess að ég hef ákveðið að skrifa niður þær frumlegustu.Sú sem ég fékk við að afgreiða á Októberfest á föstudaginn skorar ansi hátt í frumleika. En þar var staddur gaur sem var ansi vel í glasi og ætlaði greinilega að veiða þetta kvöld. Eftir að hafa gert sitt besta til að reyna að fá mig á sitt band með ýmiskonar smjaðurstali, hrópum og köllum. vissi ég ekki af mér fyrr en ég fæ síma í hausinn, þá hafði gaurinn kastað í mig símanum sínum og vildi endilega að ég setti símanúmerið mitt í hann! Benti ég honum á að fá frekar símanúmerið hjá Geðdeild.
Hann má samt eiga það að hann var ferkar fyndinn!
Aðrar pikk-up línur sem eru ofanlega á listanum eru:
Viðkomandi nýlega búinn að tjá mér ást sína og segir svo eftir langa umhugsun "Þú ert nú meiri hóran!"
Viðkomandi strunsar að mér á dansgólfi á ónefndum stað "hva' ertu í útileigu?!" - gerði svo nokkrar tilraunir til að klæða mig úr fötunum
".....fá svo eina kampavínsflösku handa þessu kellingum þarna!"
"Má bjóða þér upp á bjór?....kokteil?....línu?"
Viðkomandi réttir mér miða sem á stóð "koddu á trúnó" gat merkt við "já" eða "nei"
"Meigum við strákarnir ekki bjóða ykkur með okkur heim að spila lúdó?"
"BÚÚ!" (viðkomandi gaur tókst btw. að hræða úr mér líftóruna)
".....til í kjellinn í kvöld?"
mánudagur, október 9
Oktoberfest um næstu helgi!
Októberfest verður um næstu helgi eða núna á fimmtudaginn og föstudaginn. í fyrra var ótrúlega gaman. Fékk ég einmitt þess mynd senda til mín sem maður í Lederhosen tók af okkur og mjaltastúlkunni.
Þokkalega ætla ég að mæta í ár!!!
Mér finnst alveg tilefni til þess að blogga um hvað veislustjóranir í Reunion Rösvku um helgina voru ÆÐISLEGIR!! Bara svo fólk hafi það á hreinu.
Frábært Reunion, geggjaður matur og snilldar eftirpartí hjá Garðari. Þrátt fyrir ómælda þynku á sunnudeginum þá er þynkufáröflun alveg málið til að komast að öllu helstu slúðrinu!
Djöfull er skemmtilegt fólk í Röskvu
Ég mæli með því!!!
Frábært Reunion, geggjaður matur og snilldar eftirpartí hjá Garðari. Þrátt fyrir ómælda þynku á sunnudeginum þá er þynkufáröflun alveg málið til að komast að öllu helstu slúðrinu!
Djöfull er skemmtilegt fólk í Röskvu
Ég mæli með því!!!
föstudagur, október 6
Látið fjörðinn minn í friði!!!
Mikið er ég ekki að fíla þetta!!!!Hættið nú þessum fjandans virkjunum!
Ég Mæli alla vega með háskólamenntun!
The 4400
Það hefur verið alveg bilað að gera hjá mér síðan skólinn byrjaði, og sé ekki fram á að það sé eitthvað fara breytast. En á einhvern undarverðann hátt hefur mér tekist að horfa á 2 þáttaseríur af The 4400 á 4 dögum.
Kannski væri gáfulegra að nota tímann til að sofa eða lesa skólabækurnar. úff en hver nenni því nú!
þriðjudagur, október 3
Þvílík andstæða sem sumarið og veturinn er hjá mér.
Sumarið einkenndist á að bíða eftir að tími liði, húka alein á 10 tíma næturvöktum eyddi tímanum ýmist við að leysti sudoku, lesa Moggann, spila Civilization, lesa nokkrar bækur og horfða óhóflega mikið á sjónvarpið. Einu skiptin sem ég hitti fólk var á djamminu eða þegar ég fór norður eða til Danmerkur. Hreyfði mig nánast ekki neitt nema þegar ég datt inn á dansgólfið á djamminu. í sumar svaf ég yfirleitt ekki lengur en 4 tíma í senn.Veturinn hefur einkennist af því að tíminn hafi liðið allt of hratt og fæ ég snýst ég bara í hringi yfir öllum verkefnunum og reddingunum sem ég þarf að klára. Ekki þarf ég að kvarta yfir einmannaleika þar sem er lítið sem ekkert heima hjá mér. núna í vetur fer ég minnst 5x í viku í ræktina. í vetur náði ég að sofa.