miðvikudagur, nóvember 30

Life on hold, please try later

Skólinn er bara geðveiki þessa daganna!!!!
Ég er ekki búin með nema eina ritgerð, og þegar ég næ að klára heimaprófið sem ég er í núna, þarf ég að rumpa af 1. stk ritgerð fyrir laugardaginn og fara svo strax í næstu ritgerð, svo kemur próf 10. des, þá tekur við næsta ritgerð og svo seinasta prófið 20. des! btw er ég skelfileg að skrifa ritgerðir!

En eftir þetta bjálæði mega jólin koma!!
Skemmtilegt að hugsa til þess að þetta mun vera seinasti desemberinn minn sem ég verð í prófum í 18 ár!!


Ég get ekki annað en að pælt í hvar ég hefði lent ef ég fæddist karlkyns.
Fyrir rúmlega ári síðan fór ég í greindarpróf í kjölfar lesblindugreiningar. Kom í ljós að ég hafði yfirburði í verklegrigreind. Hvern fjandann er ég þá að gera í akademískunámi sem gengur út á að lesa, lesa og skrifa.
Ég á 4 bræður sem allir eru í verklegri vinnu og standa sig rosalega vel.
Afhverju er ég ekki bara á einhverju verkstæði að finna eitthvað upp og hætt þessu rugli.
Kannski of seint að skipta um núna, ekki nema ein önn eftir! og svo reyndar finnst mér sálfræðin og mannfræðin alveg ótrúlega skemmtilegt og spennandi fag! Hentar mér betur að sleppa við að þrufa skrifa allt niður sem ég læri!

sunnudagur, nóvember 27

Gestaþraut


Þarna eiga víst að vera 72 hljómsveitir (myndin stækkar ef þið smellið á hana).

ég er búin að finna,
1. Rolling stones,
2. Guns and roses,
3. Gorillaz,
4. Eagles,
5. Grabage,
6. Radiohead,
7. U2,
8. Dead Kennedyies,
9, The Police,
....

fimmtudagur, nóvember 24

Nokkrar sniðugar staðreyndir!

*Fiðrildi geta bragðað með fótunum.

*Kvak andar bergmálar ekki og enginn veit hvers vegna.

*Á tíu mínútum leysir fellibylur meiri orku en er öllumkjarnorkuvopnum í heiminum samanlagt.

*Að meðaltali kafna 100 manns á kúlupennum árlega.

*Að meðaltali er fólk hræddara við köngulær en dauðan.

*35% af fólki sem notar persónuauglýsingar í dagblöðum fyrirstefnumót eru gift.

*Fílar eru einu dýrin sem geta ekki hoppað.

*Aðeins 1 af hverjum 2 milljörðum munu lifa til 116 ára aldurs.

*Það er mögulegt að leiða kýr upp stiga en ekki niður.

*Konur blikka augunum næstum tvöfalt oftar en karlar.

*Það er líkamlega ómögulegt að sleikja olnbogan á sjálfum sér.

*Snigill getur sofið í 3 ár.

*Ekkert orð í ensku rímar við "month".

*Augun á okkur eru alltaf jafn stór frá fæðingu, en nefið og eyrunhætta aldrei að vaxa.

*Allir snjóbirnir eru örvhentir.

*Forn-egypskir prestar plokkuðu ÖLL hár af líkamanum, líkaaugnbrúnirnar og augnhárin.

*Augun í strútum eru stærri en heilinn í þeim.

*TYPEWRITER er lengsta orðið sem hægt er að skrifa með aðeins einniröð ályklaborðinu.

*Krókódílar geta ekki rekið tunguna út.

*Sígarettukveikjarinn var fundinn upp á undan eldspýtunum.

*Ameríkanar borða að meðaltali 18 ekrur af pizzu hvern einasta dag.

*Næstum allir sem lesa þetta bréf munu reyna að sleikja á sérolnbogan.

*Þú reyndir að sleikja á þér olnbogan, er það ekki?

*Ef þú mydir öskra í 8 ár 7 mánuði og 6 daga myndir þú búa til nægaorku til að hita 1 kaffibolla.

*Ef þú myndir reka við stanslaust í 6 ár 9 mánuði myndast gas semjafngildir krafti atómsprengju.

*Fullnæging svína stendur í 30 mínútur.

*Ef þú lemur hausnum við vegg brennir þú 150 hitaeiningum á klukkutíma.

*Menn og höfrungar eru einu tegundirnar sem stunda kynlíf sér tilskemmtunar.

*Sterkasti vöðvinn í líkamanum er tungan.

*Rétthent fólk lifir að meðaltali 9 árum lengur en örvhentir.

*Maurar geta lyft 50 faldri þyngd sinni,togað 30 falda þyngd sína og þeir falla alltaf á hægri hliðina þegar þeir verða drukknir.

*Leirgedda (það er fiskur) er með 27.000 bragðkirtla.(Hvað í ósköpunum getur verið svona bragðgottneðst í vatninu?)

*Flóin getur stokkið 350 falda lengd sína, það er svipað og maðurinnstökkvi yfir fótboltavöll. (30 mínútur, ímyndaðu þér og af hverjusvín?!!)

*Kakkalakki getur lifað í 9 daga án höfuðs áður enn hann sveltur tilbana.

*Sum ljón eðla sig 50 sinnum á dag

*Krossfiskar hafa engan heila.(Ég þekki líka svoleiðis fólk.)


- í næsta lífi ætla ég að vera Skógarbjörn en svo ætla ég að verða svín ;)

miðvikudagur, nóvember 23

Pannt verða skógarbjörn!!

Í þessu lífi er ég kona. Í næsta lífi vil ég verða skógarbjörn!

Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði. Ég gæti lifað með því!

Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati. Ég gæti líka lifað með því!

Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við hnetur) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt. Ég gæti sko alveg lifað með því!

Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara! Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka. Ég gæti lifað með þessu!

Ef þú ert björn þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu!

Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn

þriðjudagur, nóvember 22

Flott auglýsing!!

http://www.kvikmynd.is/myndband.asp?id=1831

ótrúlega kúl hugmynd og flott lag!

sunnudagur, nóvember 20

Jörðin er ekki flöt og kynþáttur er ekki til!

Í dag kláraði ég að skrifa ritgerð um etníska minnihlutahópa. Þannig að nú ætti ég að geta átt í rökræðilegum samræðum um mál innflytjenda og frumbyggja.

Svo sá ég þessar tilvitnanir á B2. Mikið innilega vona sagan eigi að setja þessar hugmyndir í sama og flokk og þegar menn héldu því fram að jörðin væri flöt.
Er ég alltaf að vera staðfastari með hverju deginum um trúleysi mitt!

laugardagur, nóvember 19

Við kynnum til sögunar óskynsömustu manneskju Íslands!!

dadrarada...............................

Erna María Jensdóttir!

Erna hefur oft verið ansi nálægt því að hljóta titilinn, en eftir framistöðu gærkvöldsins varð hún sannur titilhafi!!

Tekið er á móti heillaóska í Commentum!

föstudagur, nóvember 18

"Kynlíf og borgin"

Eftir mikið hjakk og mjög svo langdregnar upptökur með kórnum í gær, var ég orðin léttgeggjuð og enduðum við nokkrar sóprönur að fara í höfrungahlaup á kirkjugólfinu.
Í tilefni þess hve ég er óskynnsöm fórum við þær sömu sóprönur í bjórleiðangur.
Kíktum fyrst á Hressó, þar voru hressir trúbradórar sem sungu klámvísur, en bjórinn var ansi slappur og bragðlaus. Var farið á frekari skrölt, kíktum á nokkra staði og furðum okkur á því hvað væri mikið af MJÖG ungum krökkum á djamminu, Bjarnheiður kom svo með þá ábendingu að það væri frekar við sem væru að eldast!
Ákváðum við þá að gráta sorgum okkar á Sólon. Þar var rosa stuð, þó svo að trúbadorinn hafi ekki alveg vitað hvað hann var að syngja. Nóg var af strákunum og pikkum línum, meðal annars var okkur boðið að taka þátt í sannleikanum og kontor! Þar hitti ég líka fullt af strákum af króknum. Ég gat ekki annað hlegið þegar ég sá hverjir voru aðalgauranir á króknum!

Annars er ég búin að overdosa á “Sex and the City” og er alltaf semja pistla í huganum þegar ég er á djamminu. Kannski maður opni nýja bloggsíðu
“Kynlíf og borgin”!

miðvikudagur, nóvember 16

Sko hann :-)

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1168977

þriðjudagur, nóvember 15

"þetta reddast!"

Ég er eðlislega mjög jákvæð og á því rosalega erfitt að velta mér upp úr sjálfsvorkun.

kannski er bara ágætt að útskrifast í sumar
í 1. lagi, þarf þá seinna að byrja að borga af námslánunum,
í 2. lagi, þá get ég útskrifast í háskólabíó og fengið hellings athygli, í staðinn fyrir færibandaútskrift í Egilshöll í vor.
í 3. lagi, ef BA ritgerðin fer í fokk eða tefst þá hef ég frest til sumars

jah, maður hefur svo sem gott að því að vera blankur! sérstaklega ef ég ætla að make að fara í heimsreisu!

Einn kennarinn minn er svo léttur á því að ég þarf ekki að skila l0kaverkefninu mínu fyrr enn einhvern tímann fyrir jól, vúbbpí!

Svo læri/vinn ég líka alltaf best undir þrýstingi, og náði því að klára að gera kynninguna fyrir ritgerðina mína í þjóðernishópum á met tíma :D

og af því ég vorkenndi mér svo mikið í dag ákvað ég að kaupa mér ávaxtafrostpinna, þeir eru bestir!!

fuck!

Þessa dagana er líf mitt algjörlega í fokki! Námið í tómu tjóni og útskrifast líklegast ekki fyrr en í sumar! Námslánin mín eru bull! (hver getur lifað af 56.000 kr á mánuði, með 42.000 kr leigu!!!!!) svo æðir tíminn áfram án þess að láta mig vita. Skilaverkefnin eru gjörsamlega búin að króa mig af, hver mínúta þarf að vera skipulögð!

laugardagur, nóvember 12

Ég vildi að ég gæti sett líf mitt á pásu!

Þá gæti reynt svo að leita að einhverjum innblæstri, eða bara haldið áfram að gera ekki neitt, spila tölvuleiki, taka til, horfa á sjónvarpið, hanga á netinu, blogga....sem sagt ekki eiga mér neitt líf!

Stundum er maður bara sáttu við að eiga sér ekkert líf!

miðvikudagur, nóvember 9

Í dag langar mér að tuða!

Tuð nr. 1
Ég þoli ekki að vakna á morgnanna og ég verð alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar &*&%$ vekjaraklukkan hringir!
Afhverju er ég þá alltaf að rífa mig á fætur á morgana til að vera syfjuð allan morgunin? Þegar ég get auðveldlega bara lært lengur á kvöldin!


Tuð nr. 2
Ég þoli ekki að fara í fíluferðir!
Vaknaði of seint og þurfti því að flýta mér á fund með námsráðgjafa, þegar ég náði að mæta á slaginu eftir mikið stress, var námsráðgjafin veikur! Pirr, og ég sem þarf virkilega að tala við hann!

Tuð nr. 3
Af því ég vaknaði of seint, gat ég ekki tekið til nesti. Og því þarf ég að versla við þessa $*#*/& einokunarverslun hérna á Bókhlöðunni. Þar fæst bara vont kaffi og dýr bragðlaus matur!

Tuð nr. 4
Mér langar svo norður! Þar er allt svo einfalt, notalegt og öruggt. En ég kemst ekki fyrr en um jólin því bækurnar sem ég þarf að nota við ritgerðirnar fást bara í 3 daga láni!

Tuð nr. 5
Mér vantar bíl til umráða. Þarf að fara í apótekið en það er svo kalt og blaut að labba!

Tuð nr. 6
Ég kann ekki að skrifa heimildarritgerðir, miklu skemmtilegra að skrifa skáldsögur!

Tuð nr. 7
Það er ekki hægt að þýða hugtök á íslenski svo þau verði læsileg!

Tuð nr. 8
Ég þoli ekki fólk sem er super jákvætt þegar maður þarf að tuða!

Tuð nr. 9
Þoli ekki að þurfa alltaf að standa í því að borða. Mér fyndist alveg nóg að borða einu sinni í viku. Þá kannski myndi maður nenna að elda!

Tuð nr. 10
Ég gleymdi gemsanum mínum heima, og ég handvissum að ég hef fengið fullt af mikilvægum hringingum!

Ef einhver vill koma fleiru tuði framfæri þá endilega commentið
- ég vil líka benda á að Tuð er ekki sama og Röfl!


Annars er skemmtilegt kvöld framundann. Bauð kórstelpunum á stelpukvöld heima hjá mér, þar sem við munum úða í okkur súkkulaði, slúðra, horfa á ANTM, tala um stráka, fara í koddaslag og allt hitt sem maður á að gera á stelpukvöldum

mánudagur, nóvember 7

Hahahahahahaha......

Það voru örugglega 10 myndavélar í gangi í grímupartíinu og mér fannst ekkert lítið fyndið að troða "brjóstunum" inn á flestar þeirra.
Ég er enn að hlægja að grímubúningnum mínum, og það fyndasta við hann að það eru í konur sem vilja og eru með svona rosaleg brjóst! Ég skil nú ekki hvernig það er eiginlega hægt! Í fyrsta lagi fannst mér ég vera að drukkna í brjóstum og svo var ég alltaf að reka þau í allt og alla!
Þetta er skemmtilegt eitt kvöld en mikið lengur en það, annað er bara geðveiki!



sunnudagur, nóvember 6

Big Boobs!!

Á fimmtudaginn var Skagfirðingakvöld á Hressó, það var frekar óformlegt, en mjög gaman, fékk ég þar meira en ráðlagðann skammt af slúðri!

Á föstudagskvöldið var vísindaferð til Félags sameinuðuþjóðanna með áframhaldandi djammi á Pravda. Þar var gjörsamlega pakkað af háskólaliði. Kvöldið lofaði góðu en tónlistinn var alveg að fara með mig, það var c.a. 1 gott lag á móti 14 leiðinlegum! Ákváðum við þá að fara í vettvangskönnun á nokkra aðra staði (ætli það sem merki þess að vera nörd þegar manni finnst alltaf jafn sniðugt að fara í "vettvangskönnun")

Djammumferð mín endaði svo á Grímupartý Háskólakórsins á laugardagskvöldið. Eftir endalausar vangaveltum um búning ákvað ég að margfalda skálastræðina mína með 4, klæða mig í mini pils, hoppa í kúrekastígvélin og mæta sem Dolly Parton.

Jæja, nú er djammtúrinn á enda og alvarleikinn tekinn við, 20 dagar í fyrstu skil og eins gott að koma sér að verki!

miðvikudagur, nóvember 2

Mikið er ég fegin hvað tónlist hefur mikil áhrif á mig

Í dag fór ég í brjálað vont skap, eftir að hafa talað við mesta karlrembu heimsins um rasisma, það gjörsamlega sauð á mér! Gat ekki einu sinni haldið áfram að læra, ákvað því að koma mér bara heim.
En úti var ótrúlega fallegt veður, blanka logn, komið myrkur og ís yfir öllu. Kveikti ég þá á Nat King Cole í mp3 og BLING! fór í þetta rosa góða skap og langaði helst að taka Dive og Vals á svellinu alla leiðina heim.

Skagfirðingar athugið!

Vegna nístingskulda, leiðinda og almennar heimþrár hafa skagfirðingar ákveðið að stappa í hvor aðra stálið á Hressó næstkomandi fimmtudag (3. nóv) kl. 21.00

ég á mörg áhugamál, t.d. finnst mér mjög gaman að velta fyrir mér orðsifjum og merkingu orða. það er líka sérstaklega skemmtilegt þar sem að Íslendingar virðast vera haldnir hlítaráráttu hvað varðar að þýða öll möguleg orð

Hlítarárátta:
perfectionism;maður sem er með hlítaráráttu: perfectionist
-- www.ordabok.is