sunnudagur, október 30

I like you!

Rosalega getur verið erfitt að þýða hugtök og skilgreiningar yfir á íslensku!!
Ég var að því kominn að kveikja í bókunum þegar vinkona mín sendi mér þetta, og bjargaði það alveg deginum hjá mér! Var ég þá búin að sita samfleytt í 3 tíma án þess að hafa sagt orð allan daginn og hvað þá brosa.
(ég fór bara næstum því hjá mér:)

Sko mig!

Þrátt fyrir nokkur gylliboð, tókst mér að halda loforð mitt um djamm-/áfengislausa helgi (ja, fyrir utan 1.5 hvítvínsglas)

Föstudagskvöldið fór í smá ritgerðarskrif og rosalega geymsluskipulagningu. Alveg er það merkilegt hvað maður vill halda upp á tilgangslitla hluti, eins og bilaða gsm síma eða gamlar stílabækur!

Nú í kvöld blés ég til spilakvölds. Það var mjög gaman, enda elska ég að spila og spilaði ég mig í gegnum æskuárin. Skemmtilegur félagsskapur og nokkuð góð framistaða að minni hálfu.

miðvikudagur, október 26

"dæst"

það eru 57 krækjur á gluggatjöldunum við svaladyrnar hjá mér!

ég hef ekki fengið neinn tölvupóst seinustu 10 mínúturnar!

júbb, ég á til hrísgrjón (ef ég skildi ætla elda þau einhvern tímann)!

enginn hefur lagt inn óvænt upphæð í heimabankanum mínum seinustu 2 tímana!

hmmm.........................

Í augnablikinu finnst mér mun meira spennandi að taka til í geymslunni en skrifa ritgerðir!

Stundum hef ég bara enga einbeitingu! Svo er ég líka snillingur í að fresta því sem ég nenni ekki. Aðalmálið er að hafa svo mikið að gera að maður hafi ekki tíma til þess. t.d. "þarf" ég að fara í bandý á eftir og svo ANTM hitting strax eftir það, þannig ég hef barasta engan tíma til að hanga á bókhlöðunni og skrifa!

mánudagur, október 24

Aulinn ég!

Eitt af því sem ég verð að gera áður enn ég fer í heimsreisuna mína er að yfirstíga ótta minn við fiska. Ég hef nokkurn veginn komist upp með það að forðast fiska hérna á örugga Íslandi, en ég get ekki verið eins viss þegar ég fer að þvælast um heiminn, þar sem ég get mætt hvaða kvikindi sem er!Undan farið hef ég verið að mana mig upp í að prófa að fara í gæludýrabúðir en alltaf hætt við á seinustu stundu. Er ég nú farin að dreyma á hverri nóttu þetta ferli og í hvert skipti endar það yfirleitt mjög illa og dett í sjóinn innan um alla ógeðslegu fiskana og ég vakna upp í svitakasti (fæ meira að segja hroll við að rifa þetta upp).

Óska ég hér með eftir einhverjum sem væri til í að taka mig í ónæmismeðferð!

sunnudagur, október 23

Þynnka er orðið stöðugt ástand!

Kannski það sé merki um að fara slaka aðeins á.

Það var samt alveg ótrúlega gaman í gær. Blásýra var að spila á Döbliners kl 20.00 gær, þannig fyrirpartýið hófst kl 18.00.
Á 12 tíma djammi tókst mér að:
- slátra, 1 hvítvínsflösku, 4 opal skotum, 8 bjórum
- einn bjór lenti þó í gólfinu þegar Búkolla fór að baula
- Syngja Sísí með Blásýru, með risastóra röndótta legghlíf á handleggnum
- Lenda í "slagsmálum" við Hela
- Fara í sjómann við Magga
- Dansa Swing og Cha cha cha á Celtic
- Misþyrma fótunum á mér (maður á ekki að fara á djammið í nýjum skóm!!!)
- Láta draga mig upp og niður Laugarveginn (takk Gaui og Þengill)
- Hitta ótrúlega marga sem ég hitti annars aldrei :)
- Láta ráðast á mig af brjáluðum leikurum
- Skipuleggja feluleik frá þynkupúkanum ógurlega
- Vera bjargað frá leigubílaröð dauðans ef tveimur skuggalegum unglingum

Mér gekk hins vegar ekkert svo vel að fela mig fyrir þynkunni, hún fann mig um leið og ég mætti í Neskirkju og Organistinn var að reyna að fremja morð á orgelinu

miðvikudagur, október 19

Næst á dagskrá

2-3 bls fjölmiðla umfjöllun skil 20. oktober

3 -5 bls ritdómur um Þjóðminjasafnið skil 15. nóv

Fjórar!!! 10 bls heimildarritgerðir, skil 28. nóvember.

Ef ég sést ekki næsta mánuðinn þá er ég líklegast gróin föst við tölvuna mína!

mánudagur, október 17

smá pistill

Er ég búin að vera ansi dugleg að djamma undan farið, og því er þetta allt farið að mynda ákveðnar rútínur;
mjólkurbúðin, þvotturinn þvegin, sturtann, hárblásturinn, make upið, hittingurinn, farið saman í partí, farið niður í bæ, rápað út og inn um skemmtistaðina, rölt heim þar sem gerðar eru mis áhrifaríkar tilraunir til að koma í veg fyrir þynnku morgundagsins.



Þessa helgina djammaði ég með vinkonum mínum af norðan Völu og Guðfinnu.
Eftir að Vala hafði yfirgefið okkur með draumaprinsinum ákváðum við Guðfinna að gera mannfræðirannsókn á næturlífinu.

Rannsóknin skyldi vera þátttökuathugun og vettvangurinn væri þar sem styðstu raðirnar voru.
Eftirfarandi spurningar voru það sem við vildu fá svör við:
Er einhver költ menning á Íslandi, Hvar er skemmtilegast og síðan ekki síst hvar leynast sætu single strákarnir?

Byrjuðum á afmælispartý á efri hæðinni á Sólon, þar var skemmtilegt fólk og fín tónlist. Þegar líða tók á kvöldið fór mannskapurinn af neðri hæðinni að blandast við afmælið. Eftir að við komumst að einu single karlmennirnir þar væru gamlir pervertar ákváðum við að kanna fleiri staði.

Næst var farið á Hressó, þar var skemmtilegt fólk en leiðinleg tónlist, alveg nokkrir sætir strákar og nokkuð blandaður mannskapur.

Röltum við svo upp Laugaveginn með viðkomu á Kofanum, þar var stór skemmtileg tónlist, fullt af sætum strákum, nokkuð blandaður mannskapur en allt of mikið af honum!

Fórum svo á Vegamót, létum okkur hafa það að bíða í smá stund í röð þar, enda mjög áhugaverður vettvangur. Þar var skít sæmileg tónlist, slatti af myndarlegum karlmönnum en hellingur af "lúserum". Þar var ansi mikil költ stemming og virtust aðal pæjurnar og gæjar Reykjavíkur þar saman komnir!

Næsta stopp var svo á Ara í örgi. Þar var reyndar röð, enda snillingar að spila(Raggi og Danni), sáum við allar týpur en þó aðalega Háskólalið, nokkrir sætir strákar en of mikið af “gaurum”.

Kíktum svo einn rúnt á Prikið. Var eiginlega að vonanst eftir að hitta Björk þar, en í staðinn sá ég fullt af áhugverðum strákum, tónlistin var skemmtileg en allt of mikið af fólki svo hægt væri að dansa. Sá þar alveg undarlega mikið af mannfræðinemum! Enda er Prikið svo sem þekkt fyrir að vera költ staður.

Eftir Prikið fannst okkur Guðfinnu tilvalið að bera hann saman við 11. Á leiðinni þangað komum við við á Kofanum, þar var ennþá rosa stuð, og fullt af skemmtilegu fólki.

Eftir nokkur villt dansspor héldum við áfram, en vorum þá búin að gleyma 11 og fórum því í staðinn á Celtic Cross. Þar var stoppað stutt enda of mikið af fólki þar sem við vildum ekki hitta. Við forðum okkur þá hinu megin við götuna á Hverfisbarinn.

Svo skemmtilega varð til að króksarar voru að vinna í dyrunum svo við fórum ansi hratt í gegnum röðina. Þar inni var fullt af “cool” fólki. Eftir nokkra hringi á dansgólfinu sáum við að klukkan var farin að slá fimm, og nú værum við búin að safna nóg af gögnum til að fara heim og skrifa pistil.

Vorum við Guðfinna þó sammála um að Kofinn hafi staðið upp úr. Tónlistin snilld, fullt af skemmtilegu fólki úr öllum áttum, og nokkrir sætir strákar. Ákváðum við þá að koma aðeins við á Kofanum til að staðfesta niðurstöður okkar.

sunnudagur, október 16

Áhrif áfengis á íslenskt næturlíf.

Í gær ákváðum við Guðfinna og Vala að gera þátttökurannsókn á íslensku næturlífi. Var þetta einkar áhugavert en krafðist ansi mikillar þátttöku sem rannsakendurnir líða fyrir nú!
Vona þeir þó eftir að geta birt niðurstöðurnar á næstu dögum!

laugardagur, október 15

Keila + bananasplitt = fullkomin blanda

Við Sandra drifum okkur í keilu í gær þar sem hún vann með 1 stigs mun eftir tvo æsispennandi leiki. Haldið var upp á sigurinn með Bananasplitti á Ís-kaffi. Skemmtilegt samt að hugsa til þess hvað ég fer í rosalegt keppnisskap nálægt Söndru. Ætli það sé ekki bara vegna gamalla skulda gegnum árin!
Vala bað mig um að koma á djammið með sér í kvöld, og samviskan leyfir mér alls ekki að hafna því. En ég veit ekki hvort það séu merki þess að ég djammi heldur of mikið þegar fyrsta sem ég hugsa þegar mér er boðið í partí erhvað ég kvíði því að vera þunn daginn eftir!

Miss big spender

Þar sem ég er hætt við að fara í heimsókn til DK ákvað ég að vera góð við sjálfan mig. Fór í klippingu og litun til Pálu vinkonu en hún er farin að vinna á hárgreiðslustofunni Senter sem Svavar Idol rekur. Verðið þar er morð en gæðin er þeim mun betri. Var mér ásamt Selmu og Jónsa boðið upp á köku og kaffi, stóllinn við vaskinn var yndislegur nuddstóll sem ég er var alvarlega að spá í að taka með mér heim! Eftir að hafa lesið öll helstu tískublöðin á meðan hárlitirnir kraumuðu á hausnum á mér fylltist ég góðærisgræðgi og fór ég í eyðsluferð í Kringluna. Hver segir svo að það sé ekki hægt að kaupa sér hamingju?!!

þriðjudagur, október 11

Octoberfest 2005

Fór á octoberfest seinasta fimmtudag, þar var rosa stemming þó það hafi verið kalt. Hitti ég þar fullt af stórskemmtilegur og skrautlegu fólki þar á meðal þennan sjarmör í "lederhosen" sem tók mynd af mér og mjaltarkonu. Ég hafði látið hann fá mailið mitt og var hann svo elskulegur að senda mér þessa mynd í dag!

....hver var svo að segja að þjóðverjar væru leiðinlegir!?!

mánudagur, október 10

Æfingabúið Háskólakórsins voru um helgina.
Var ég hálf róleg á föstudagskvöldinu enda ennþá þunn eftir Octoberfest á fimmtudeginum. Eftir 7 tíma æfingu á laugardeginum fóru tapparnir að skjótast af flöskunum um allt hús, eldað var Buritos handa 50 manns. Ekki leið svo á löngu enn að ættjarðarsöngvar og drykkjulög ómuðu af svo miklum ákafa að þakið af 4 hæða húsi tók að rísa, vorum við þó öll með orð Tuma kórstjóra í huga og reyndum að misþyrma ekki röddunum okkar og syngja í "skeifu". fyrir kannski utan þá sem tóku þátt í keppninum um þann sem syngur hæðst!Útlendingunum fannst þetta alveg ótrúlega merkileg samkoma, svo þeir kepptust við að taka okkur upp á videó.
eftir innvíxlu nýrra kórmeðlima og skemmtiatriði radda, ætlaði ég bjóða Siggu og Ýrr upp á eplasnafs, sem endaði svo með að ég bauð hálfum kórnum!
Fyrr en varði sveif svo gamal kunninn Rugl-andi, yfir kórinn og tókum við upp á hinu ýmsu óskynsamlegu, t.d. að taka gin í nefið!
Þegar líða fór á kvöldið fannst fólki vera tími til kominn að fara í sund, ótrúlegt hvað maður skynseminn hverfur við ákveðið magn áfengis!
Vaknaði ég svo daginn eftir með mar- og brunabletti um allan líkamann og axlarverki dauðanns. "hvernig stendur á þessu?" velti ég fyrir mér.
"Djö, helvítis hanaslagurinn!" ok það er allt í lagi svo sem að fara í hanaslag, en hafðu þá bara einn í einu á öxlinni!

fimmtudagur, október 6

þetta gerðist ekki!

mánudagur, október 3

Lost Children

Nú er alþjóðleg kvikmyndahátíð í reykjavík og keypti ég mér passa á 6 myndir. fór í dag á Lost Children. Virkilega vel gerð heimildamynd, nauðsynleg uppvakning, mæli eindregið með að fólk kynni sér þessa mynd. önnur sýning verður í Regnboganum á morgun kl. 18.00!