mánudagur, nóvember 27

Setning dagsins!

þessi setning er klárlega setning dagsins
Trúarleg hegðun sem leysir anxiety sem gerist í Crisis.
já það er eins gott að maður les yfir ritgerðinar sínar áður enn maður skilar þeim af sér! veit ekki alveg hvort þessi setning yrði samþykkt málfræðilega! En þetta gerist bara þegar maður þarf að lesa allar heimildir á ensku og skrifa þær svo á íslensku!

sunnudagur, nóvember 26

ef ég er tossi, þá ert þú tossi!!

jæja, nú er ég flutt í Odda. enda komin í algjört tímarugl með ritgerðinar. já já, letin hefnir sín!!

Annars gengu tónleikarnir á laugardaginn bara vel, hlakka til að sjá gagnrýnina sem kemur í Mogganum fljótlega.

Alltaf er maður að reyna að plata sjálfan sig. ég var alveg búin að ákveða að vera ekki á neinu hörku djammi í gærkvöldi þar sem ég þarf að halda mér einbeittri yfir náminu. Ætlaði samt að fá mér eins og einn bjór til að halda upp á tónleikana og aðeins að hitta félagana. jha þetta hljómar sem gott plan en ég náttúrulega stóð ekkert við það. þar sem ég var í boði þar sem frítt áfengi í tonna vís var á boðstólnum urðu bjóranir og rauðvínsglösin aðeins fleiri en eitt!!!
Kvöldið varð alveg stór skemmtilegt mikið rætt um pólitík kostningastrategíu, lauslæti og Bernesósu.

föstudagur, nóvember 24

Tónleikar!!!!!


Rosalega fallegir tónleigar hvet alla sem hafa ánægju af klassískri tónlist að mæta.

p.s. mér skilst að sópraninn muni syngja sérstaklega vel :D

fimmtudagur, nóvember 23

nú á ég ekki til orð!!

sjá grein á heimasíðu Vöku

Er þetta ekki fólk í Háskóla! Hélt nú að þar ætti fólk að læra eitthvað um aðferðafræði og hvernig málefnaleg umræða fer fram! þarna eru þau beinlínis að styðja aðferðir Frjálslynda flokksins til að hræða "Íslendinga" um að það séu hér á leiðinni hræðilegir synir Alla sem ætla að stela vinnunni af Íslendingum og lifa svo frítt á kerfinu!!!

seinasta setningin í greininni sló mig algjörlega......Auðvitað var/er orðið löngu tímabært að hefja umræðu um innflytjendamál, en aðferðir Frjálslyndaflokksins eru langt frá því að vera málefnalegar eða stuðla að hagsældum úrræðum! Vil ég alls ekki trúa því að Harald og félagar hans í Vöku vilji taka upp starfshætti þeirra!!!

jæja það ætti alla vega ekki að vera erfitt fyrir okkur að matreiða eitthvað girnilegt úr þessu ;)

Stressi stress.....

Þar sem ég á til að vera oft frekar hvatvís, ákvað ég að gefa litla kútnum hennar Völu æskuvinkonu minnar lag í skírnargjöf.

Ég ætla sem sagt að syngja Líf eftir Stebba Hilmars og Jón Ólafs

fjúff! hvað ég er stressuð, fáránlega erfitt að syngja poppsöng almennilega þegar maður er vanur að syngja klassík!! En þetta ætti nú alveg að takast búin að vera ofur dugleg að æfa mig og syng því nánast alls staðar sem ég er t.d. í bílnum, heima, úti á götu, ljósum og kvöld byrjaði ég óvart að syngja í sturtunum í Baðhúsinu! Maður er bara orðin skilyrtur fyrir því að syngja í sturtu.


Þetta mun því verða söng vikan mikla því Háskólakórinn verður með stórt tónleika á laugardaginn og svo er skírnin á sunnudaginn.
Wish me luck..


Þetta lag mun því vera frumraun mín í formlegum einsöng.

Líf
[texti: Stefán Hilmarsson]
[lag: Jón Ólafsson]

Ljós í myrkri, lang og mjótt
markar upphafið hjá þér.
Allt í einu ertu kominn
inní heiminn, lítill dofinn.
Dregur andann hið fyrsta sinn

Þú ert vorið, vindur hlýr
vekur hjá mér nýja kennd.
Og ég græt í gleði minni,
þú gefur mér með návist þinni
svo miklu meira en trúði ég.

Líf.
Ljómi þinn er skínandi skær.
Líf.
Augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifin ótvíræð:
ég svíf
því ég á
þetta líf.

Óskadraumur -ásýnd þín.
Ekkert jafnast á við það.
Þó mig þúsund drauma dreymi
þessa stund ég elltaf geymi
í mínu sinni ókomin ár

Líf...

Ótrúlega viðeigandi texti fyrir skírn :)

þriðjudagur, nóvember 21

lesgleraugu og karlmenn

nú er ég búin að sitja of lengi samfleitt, vaka of lengi, drekk allt of marga litra af kaffi og búin að lesa of mikið um kapitalisma! í svona ástandi fær ég yfirleitt skemmtilegar pælingar sem get því miður ekki sett inn í ritgerðinar mínar.

Ein pæling er sú að það er margt líkt með sambandi mínu við lesgleraugunum mín og sambönd mín við karlmenn.
Ég verð mjög þreytt að lesa án þeirra
En ég verð líka mjög þreytt á að nota þau of lengi í einu
Ég er alltaf að taka þau af mér og setja þau svo aftur á mig
Þar að leiðandi er ég alltaf að týna þeim, en finn þau sem betur fer alltaf aftur
Ég er oft að velta fyrir mér hvort ég ætti ekki að fá mér nýrri og flottari gleraugu
Ég fæ álagsmeiðsl ef ég nota þau of lengi í einu
Ég held oft að ég þurfi ekkert á þeim að halda
Mér þykir nú eiginlega vænt um þau, en ég verð ótrúlega fljótt leið á þeim

laugardagur, nóvember 18

ok ég gefst upp, það er ekki vottur af einbeitingu við þessi ritgerðarskrif mín. Búin að finna mér grímubúning og er farin í grímupartí!

kveðja
ofur svali leynimorðinginn!

gömlu góðu......


Af því ég er svo ógeðslega einbeitin við að læra fór ég að skoða myndir síðan ég og Sigrún heldum upp á afmælin okkar sumarið 2005. Nú eru næstum allir sem mættu í þetta frábæra partí ýmist fluttir út í nám, giftir, orðnir eða að verða foreldrar, útskrifaðir.... Rosalega breytist allt eitthvað hratt á þessum aldri! Shit bráðum fer ég að verða fullorðin :/

Forvitnin drap köttinn....

Fjölskyldan mín hefur verið ansi iðin við að trufla mig við ritgerðasmíðir þessa daganna. Þannig ég verð bara að grípa til þess ráðs að læra á nóttunni til að fá almennilegan frið.
í nótt var ég loksins komin á þetta fína skrið við að skrifa ritgerð sem ég á skila á þriðjudaginn. Sá fyrir mér að geta klárað um og yfir 1000 orð í nótt. En svo fæ ég þetta dularfulla símtal. Viðkomandi sagðist nú vera að spurja eftir einhverjum Pétri, en af ákveðnum ástæðum dreg ég þá ástæður stórlega í efa. Áður enn ég vissi af var ég í fullum ham við að gúggla kauða og komin með alla vega 6 samsæriskenningar um tilætlan símtalsins. Þar með var einbeitingin við ritgerðarskrif um Karl Marx horfin! Orðin sem skrifuð voru í ritgerðina í nótt urðu því ekki nema 500!

þriðjudagur, nóvember 14

Ætli það sé hægt að fá einhvers konar Djammtryggingu?Alla vega myndi ég fjárfesta í einni. Um helgina tókst mér bæði að týna perlufestinni minni sem mér þótti frekar vænt um og svo braut ég armbandið mitt!! Svo veit ég ekki hversu mörgum varalitum og glossum sem ég hef týnt í heildina! Væri ekki vitlaust ef áfengisframleiðendur myndu borga eitthvað upp í tryggingarnar hjá manni!!!

"hey! varstu að éta líffærin úr nágrannanum þínu"

Þessa daganna er ég að skrifa ótrúlega skemmtilega ritgerð um galdra og nornir. Ég er núna búin að lesa yfir 15 greinar sem fjalla á mismunandi hátt um viðfangsefnið. Ég geti ekki annað sagt eftir þá lesningu að FÓLK ER FYNDIÐ! þar sem fólk getur ekki flétt upp hvað valdi hlutunum útskýrir það yfirleitt með einhverjum yfirnáttúrulegum og oftast nær fáranlegum aðstæðum. í flestum tilfellum er kennir það nágrannanum um allar sínar ófarir!

Spurning hvort ég geti nýtt mér þetta til að útskýra fjárhag minn. "Nágranninn lagði álög á kortið mitt!"

mánudagur, nóvember 13

Vá Vá Vi Va...












Guðfinna dró mig með sér í að sjá Borat. Ég hef greinilega verið að misskilja þessa mynd alveg. einhvern veginn var ég viss um þetta væri einhver aulahúmor sem maður fengi bara einhvern aulahroll að horfa á (hér vitna ég í myndina þar sem hann er í frekar séstakri grænni sundskýlu, hefði sett mynd af henni hér, en ég hafði bara ekki alveg geðið í mér til þess en þið finnið hana hér). í fyrsta lagi skyldi ég ekki þetta fár sem var í kringum þessa mynd og hver í óskupunum væri að eyða peningum í að auglýsa þessa mynd.

En nú er ég alveg búin að fatta þetta. Myndinn var alveg þrælfyndinn og náði stundum ekki andanum fyrir hlátri, BNA var tekið bóksaflega í *********. Þrátt fyrir að blygðunarkennd mín hafi orðið fyrir talsverður skaða, þá held ég að ég þurfi að horfa nokkrum sinnum á hana til að ná öllum punktunum.

Hérna getið þið séð fyrstu 4 mín af myndinni

sunnudagur, nóvember 12

ahh. that old feeling!

Ég hlakka til að geta svarað fólki þegar það spyr mig hvað ég gerði á laugardagskvöldið :)

Í augnablikinu finnst mér miklu meira spennandi að gerast smiður en að rembast við að skrifa einhverjar þurrar ritgerðir um eins og:
"Takið rökstudda afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: Hugmyndir Karls Marx um stéttir og stéttaskiptingu eru vænlegri til skilnings á þróun íslensks nútímasamfélags en lagskiptingarhugmyndir Max Weber"
þetta er eitthvað sem er búið að skrifa endalaust um áður og ritgerðin verður algjörlega verðlaus!

En sem betur fer er ég líka að skrifa ritgerð um Galdra og Witchcraft. það er mun meira djúsi.

föstudagur, nóvember 10

Tjútt í aften!

Röskva stendur fyrir þrusu tjútti á Hressó í kvöld!! (var reyndar auglýst upphaflega á Barnum en þar sem þeir eru fífl færðum við 0kkur yfir á Hressó)

Þar sem ég hef verið í bjórstraffi undan farið, get ég varla beðið eftir að fá mér ein kaldann (eða tvo, eða þrjá....)















Allir sem einhverja réttlætiskennd hafa eru velkomnir í gleðina ;)

Sjáumst!

Vangaveltur!

Ég er búin að velta hlutunum svo mikið fyrir mér að ég er að verða geðveik. Til dæmis eyddi ég 2 klukkutímum að velta fyrir mér hvort ég ætti að fá mér popp. Ákvað svo að gera það ekki. enda um 510 kaloríur í einum popppoka!!

Svo hef ég verið að velta mér fram og til baka hvað varðar útskriftina mína. Á ég að útskrifast núna í febrúar eða draga það þangað til í júní.

Ef ég ætla að útskrifast í febrúar, þarf ég að vinna við ba-verkefnið ÖLL jólinn!! Langar eiginlega meira að nota tíman í að rækta fjölskylduböndin. Ef ég ætla að útskrifast í febrúar eru mamma og pabbi æst í að drífa að kaupa flugmiða fram og til baka frá spáni til að mæta í útskriftina (vó, pressa!). Svo fengi ég aðgang að fleiri gögnum frá hagstofu sem ég gæti nýtt mér ef ég útskrifast í júní, því gert verkefnið mitt verðmætara og ef til vill verið lengur á launum við að vinna það.

Eftir mjög mikið pæl og umræður við fjölskyldu meðlimi er ég að spá í að flytja tímabundið norður eftir áramótin, kannski bara í mánuð kannski lengur. Þar myndi ég svo halda áfram að vinna í verkefninu. Sé reyndar fram á félagslegt sjálfsmorð. En ég gæti leiðrétt fjárhagsstöðu mína og unnið í ró og næði við verkefnið (bókstaflega, yrði alein upp í sveit!!).

miðvikudagur, nóvember 8

af því ég er svo dugleg að vera andvaka þessa dagana, ákvað ég að lífga upp á bloggið mitt.
Miklu flottara svona :)

þriðjudagur, nóvember 7

Gúrkutíð?



jáhá, ansi fjölbreyttar fréttir sem ég hafði til að lesa í andvöku minni í nótt!!

Hvernig hefði verið að leyfa þeim bara að klára að telja og reyna að skrifa einhverja gáfulega frétt á meðan!

laugardagur, nóvember 4

Taflklukka óskast!

Ég er að spá í að fá mér taflklukku til að hafa á hreinu hvað ég er að eyða raunverulega miklum tíma í námið en ekki spökuleringar um leturstæðina á textanum eða hversu marga kaffibolla ég hafi drukkið í dag.... Ég gæti því slegið á klukkuna um leið og ég missi einbeitinguna.

Annars hef ég komist að því að ég er búin að gleyma hvernig á að vinna í Exel. ég sem fékk 9.5 í töl 203! jah, það eru reyndar að verða 7 ár síðan ég kláraði það fag. Svo nú er ég stopp í Ba vinnunni minni. Ég bíð því þangað til einhver mætir á hvítum hesti og kennir mér eitthvað á þetta!

fimmtudagur, nóvember 2

ég verð nú að ég sé ferlega svekkt með þann sem var valin til að tala á móti Jóni Magnússyni í Ísland í bítið í morgun. þar sem fjallað var um hvernig eigi að takast á við auknum fjölda innflytjenda og hvernig fjölmiðlanir eigi að fjalla um fréttir sem innflytjendur spinnast í.

Ég get ekki annað sagt en að ég sé ánægð að vera á tímakaupi við að læra :) Ég er sem sagt loksins komin á fullt skrið við Ba-verkefnið mitt.


Nú er það bara skipulag, skipulag, skipulag og hana nú!

miðvikudagur, nóvember 1

Lærðu eða drullaðu þér heim!

Þá er ég loksins komin í ræktina aftur eftir þessa leiðindar flesu. Sem betur fer hefur þolið né vigtin liðið neina alvarlega hnekki, sem ég hef verið í 2 mánuði að byggja upp.
Þar sem ég mæti nánast daglega í ræktina (s.s. Baðhúsið) sé ég þar allar tegundir af konum sem ætla heldur betur að koma sér í kjólinn fyrir jólinn! Flott hjá þeim. En það sem fer ótrúlega í pirrunar á mér eru konur sem mæta og gera ekki neitt. Margar rölta í róleg heitum á hlaupabrettinu og drekka vatn, aðrar hanga í tækjunum og annað hvort senda sms eða horfa út í loftið. Mig langar helst að öskra á þær "Annað hvort hreyfið þið ykkur eða drullið ykkur heim og hætti að teppa fyrir mér tækin!"
Svo á Hlöðunni í dag fór ég aðeins líta í eigin barm. ég eyði jú oft löngum tíma á hlöðunni einmitt við að horfa út í loftið, senda sms, hanga á msn og drekka kaffi.
-Hér eftir Læri ég á Hlöðunni eða bara Drulla mér heim og hætti að teppa borðin fyrir stúdentum!!