miðvikudagur, nóvember 26

Brandarar=Misræmi?

Sit hér í kæruleysiskasti við að pússa á mér neglurnar og horfa á 70 mín á popp tíví, og var að spá í af hverju mér finnst þeir vera fyndnir.
Þeir voru meðal annars að taka viðtal við fólk í London og kyssa það óvænt um leið og þeir tóku við það viðtal. Einnig fóru þeir í Kringluna og spurðu konur hvernær þær "blotnuðu" síðast, hversu vændræðalegt er það????
Og þá áttaði ég mig á því að þeir eru alltaf að spila á vandræðaleika fólks!!!
Mér hefur oft fundist frekar óþægilegt að horfa á þá, en réttlæti áhorf mitt vegna þess að þeir séu svo "fyndnir"!
Þetta myndu sálfræðingar flokka sem misræmi.
Það er greinilega ekkert svo erfitt að fá fólk til að hlægja, ætli allir kjallarabrandarar spili á þetta. Að þetta sé í raun ekkert fyndið og heldur sé þetta bara svo vændræðalegt að við bregðumst við með því að hlæja?

Eru Sveppi og Auddi kannski ekkert fyndnir heldur neyða okkur til að hlæja??
Eða eru brandarar bara vandræðaleiki?? ef svo er hvað er þá vandræðaleiki??

Ég held að ég endurskoði brandarasafn mitt!

Úff ég fæ höfuðverk!
Ákveð samt að halda áfram í kæruleikiskasti og horfa á Enterprice á RUV, það eru þættir sem eru ekkert fyndnir , samt furðulega skemmtilegir og get því vonandi forðast allann vandræðaleika!
Nema kannski það að viðurkenna að ég sé nörd og hafi gaman að vísindaskáldskap??

þriðjudagur, nóvember 25

snjókorn falla....

vúhú það er kominn hellingur af snjó :) held meira að segja að höfðatala í Reykjavík hafi fjölgað um allavega 10%, því börnin hafa greinilega tekið snjónum jafn fagnadi eins og ég, og eru komnir snjókarlar og kerlingar í alla garða og lóðir. Það eru nú samt ekki allir eins ánægðir með snjóinn og ég heyrði fólk bölva honum hægri vinstri meðan ég labbaði í skólan enda bílarnir næstum horfnir í snjó, en hann er ekkert vandamál fyrir mig, þar sem ég ekki lengur bíl til að festa í snjóskafli, núna á ég bara hlýja gönguskó sem komast allt ;) það verður allt líka svo bjart þegar það er snjór, og lauflausu tréin svo falleg.

Merkilegt með þessa kennara mína! það er óskrifað samkomulag í HÍ að hafa ekki próf og verkefni í seinustu kennsluvikuni fyrir próf. En það gegnur greinilega ekki fyrir mig! Ég er í tveimur prófum og var að fá eitt stórt verkefni í Aðferðafræði, þarf reyndar ekki að skila því fyrr en 5 jan. sem er samt fáranlegt! á maður að fara eyða jóláfríinu í það??? og þar að auki er þetta hópverkefni og ég efast stórlega að krakkarnir nenni að hitta mig fyrir norðan. ótrúlegt hvað kennarar geta leyfa sér ALLT!!!

Var annars í einu prófi í morgun, var búin að ákveða í morgun að ég gæti ekki neitt í því og langaði bara til að grafa mig ofan í holu og vera þar, dreyf mig samt í prófið og gekk bara vel eftir allt saman, er samt með strengi í hægri hendinni eftir öll skrifin! svo nú er bara að snúa sér að næsta prófi.

Vildi samt að ég kæmist á skíði en engin séns á því. Vona bara að það verði snjór heima í jólafríinu! þá get ég rennt mér nokkrar ferðir í gilinu heima á sleða, held að ég eldist aldrei upp úr því, enda óformlegur Íslandsmeistari í sleðabruni ;)

Í dag fíla ég:

- Snjóinn
- Kuldaskónna mína
- Magic (kemur sér mjög vel þegar lítið er sofið fyrir próf)
- Sjókalla
- Mandarínur
- MSN
- Mömmu og Pabba

í dag fíla ég ekki:

- fólk sem kvartar alltaf yfir snjónum
- skemmdar mandarínur
- kennarana mína sem leyfa sér allann fjandann!!!!
- vakna snemma
- rafhlaðan í tölvunni minni er eitthvað að klikka :(

sunnudagur, nóvember 23

Geysp!

Helgin búinn.
var beðin að taka nokkrar vaktir á sambýlinu sem ég var á í sumar. vann 17 tíma á föstudaginn og svo 11 tíma næturvakt á laugardaginn. Fínt að fá borgað fyrir að vaka á nóttunni. Hef þannig nóg tíma til að læra enda eins gott er að fara í próf á þriðjudaginn og laugardaginn. Gaf mér samt tíma til að horfði á nokkrar góðar myndir þar með talið Ice Age alltaf jafn fyndinn teiknimynd, Stealing Beauty rosalega rómantísk mynd. Tók svo White Oleander í gær stór góð mynd mæli með henni.

Geysp! er svefnlaus og þreytt, svo ég nenni ekki að skrifa meir!

föstudagur, nóvember 21

Ég labbinn minn og bækurnar

jæja loksins komin í gott skap :) Hef verið ein hormónaflækja seinustu daga og viljandi gert ekkert skrifa inn á bloggið í einhverju neikvæðniskasti. Hef verið pirruð út í allt og alla þá sérstaklega leiðinlegu fólki, umburðarlyndi mín hefur takmörk!!
En núna eru það bara ég, talvan mín og bækurnar. og get því ekki verið pirruð úti neinn :)

Fór á kóræfingu í dag, var bara mjög gaman hituðum vel upp, og héldum áfram með Bach, roslega flott verk og var ég bara mjög stolt af mér og mínum frekar erfitt og hrósaði Tumi okkur hægri vinstri :)

Svo kom kona frá Eskimo Casting og tók andlits myndir af kórfélögum af því við erum að fara að taka þátt í auglýsingum, og ef til vill á ég eftir að birtast í sjónvarpinu á heimilum Íslendinga vúhú!!

Við í stjórninni ræddum mikið um verðandi ferð til Úkraínu. vá hvað mér hlakkar til!!

Hef ekki haft neinn tíma til að læra í kvöld var svo mikið að gera hjá mér!!
"Varð" að horfa á tv, hafði varla undann að skipta um rásir, úff.
svo "varð" ég að
hlustaði á Louis Armstrong og Ella Fritzgerald og spilaði skák þegar ég var búin að horfa tv.

svo ekki haft tíma til að læra ;)

Verð bara að vera dugleg á morgun. (á morgun segir sá lati svo ég reyni kannski að læra aðeins, úff heyri bara röddina í mömmu þegar ég sé þessa setningu)

Í dag fíla ég:

- Louis Amstong
- Ella Fritzgerald
- sjónvarpsdagskránna
- að jólin eru að koma og þar með prófin búin
- pepsi max
- Eskimo casting
- nýja verkið sem kórin er að æfa eftir Bach
- kökurnar frá Pálínu (vá hvað ég þekki margar Pálínur!!!!)

í dag fíla ég ekki:

- hvað ég hef haft mikið að gera við að læra ekki.
- samviskubit
- fjárhagsstöðuna mína
- þá staðreynd að peningar vaxa EKKI á trjám
- leiðinlegt fólk!!!!!!!!

miðvikudagur, nóvember 19

vertíð í skólanum

úff mikið að gera. sveina kom í heimsókn á mánudaginn og gisti eina nótt. var æðislega gaman og frábært að hitta hana.

en nú er komin vertíð í skólanum svo læri læri læri

mánudagur, nóvember 17

Mitt tækifæri til alþjóðlegra viðskipta!!

Fór á annan kynningar fund í kvöld og núna á ég fallega bláa möppu sem stendur á "Your Global Business Opportunity" ég er sem sagt að fara að selja og auglýsa vörur fyrir risastórt fyrirtæki sem heitir Nu Skin Enterprises. ég veit ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera en það hljómar spennanndi $ $. ætli ég sé hætt við að verða skólasálfræðingur og verði viðskiptasálgræðingur???

Er í aljörum bömmer yfir að vera ekki búin að læra eins mikið um helgina og ég ætlaði mér. svona er að vera í skóla aldrei "frí" alltaf einhver bók eða verkefni sem bíður eftir manni!!!! Og hvað er fólk að segja að þeir sem eru í skóla eru þeir sem nenna ekki að vinna!!! ég bara spyr!!

Annars er ég rosa hamingjusöm, ég náði að tala bestu vinkonu mín til að slíta sig frá börnunum sínum og koma suður með mömmu á morgun. Ég hlakka ekkert smá til að hitta Sveinu. Þá kannski lækkar aðeins símareikningurinn hjá okkur þessa 2 daga sem hún verður í RVK.

sunnudagur, nóvember 16

Erna að ÞErna

Sit hérna í þynku og reyni að hispa mér saman til að fara í kringluna með Írisi.

Bjarni leigusalinn minn hélt uppá 50. afmælið sitt í gær og var ég að vinna í veslunni en hún var haldin hérna í húsinu. Þetta var nú stuð veislan og áfengið flaut úr öllum gáttum og sungið á öllum hæðum og undir kvöldið þegar farið var að róast í eldhúsinu fékk ég mér nokkrar bjóra og rauðvín og meiri bjór og smá rauðvín og.....
Síðan var haldið niðrí bæ með Völu og Tinnu, fórum á Hverfisbarinn og Sólon var bara nokkuð gaman rakst á kórinn aldrei þessu vant!!! fór frekar snemma heim og var nú veislan alls ekki búin þegar ég kom heim og var ástandið á húsinu og fólki orðið rosalega fyndið, ég stakk eyrnatöppum í eyrum og fór að sofa.

Í dag fíla ég:

- bjór
- Þórdísi og Bjarna sem ég legji hjá
- veisluna sem ég var að þerna í
- matinn í veislunni (nammi namm)
- rauðvín
- Hressa leigubílstjóra
- sturtur

Í dag fíla ég ekki:

- þynku
- að vera ekki búin að læra eins mikið og ég ætlaði
- að bjórinn er búin!!
- sjúsk
- að allir aðlaðandi karlmenn eru í sambandi!!!

föstudagur, nóvember 14

Sungið fyrir Dabba kóng

Morguninn byrjaði frekar vandræðalega, ég er yfirleitt mjög löt að klæða mig á morgnana og er á náttfötunum eins lengi og ég get. Svo þegar ég ætla að fara fram og fá mér einhvern morgun/hádegismat í mínu venjulega morgunsjúski þá mæti ég líka svona myndarlegum strák, og brá mér þvílík!! Reyndi samt að vera eins eðlileg og ég gat heilsaði og brosti mínu vandræðalega brosi :) og forðaði mér inn í eldhús.
Ja þetta ætti að kenna mér að klæða mig fyrr á daginn og kannski greiða mér í leiðinni aldrei að vita nema maður mæti myndarlegum strákum á ganginum heima hjá sér!!

Lærði og fór svo syngja með kórunum á afhendingu gæðaverðlauna sem Dabbi kóngur afhendi, ég er ekki frá því að ég hafi náð augnsambandi við hann, (heppin ég!!). komum svo í 22 fréttunum!! fór á Hróa hött og fékk mér pizzu með kórnum og komst að mörgu misgagnlegu þar með talið allt um glossa!

Er búin að redda 4 manneskjunni í badminton með mér. Sigurást ætlar að vera með, okkur hún æfði víst badminton í 5 ár, fínt þá getur hún kennt okkur tæknina ;)

Fór snemma heim því ég ætlaði að læra. Er samt ekkert búin að læra ennþá!! Bömmer. Horfði á Sex in the city (elska þessa þætti). Talaði við Sveinu vinkonu í 2 tíma í símann. Sakna hennar :( hún ætlar samt að koma í borgina eftir 2 ár og fara í LHÍ vúhú!!

Í dag fíla ég:

- Sveinu
- Kórinn minn
- skák
- Láru fyrir leyfa mér alltaf að fá far hjá sér
- Ilmurinn eftir Patrick Suskind
- Vatnsmelónur
- Pepsi max
- Sex and the city
- Frank Sinatra

Í dag fíla ég ekki:

- rigninguna
- að allt gott er fitandi þar með talið bjór!!
- óáreiðanleika
- leiðinleg tónlist þar með talið hljómsveitina Á móti sól
- að komast svona sjaldan norður
- að það séu bara 24 tímar í sólarhringnum

fimmtudagur, nóvember 13

Næturafrek.

Enn ein andvökunóttin......
Guð sé lof fyrir internetið! er búin að spila skák við fólk í USA í nær 2 1/2 tíma. Annars hefði ég örugglega neyðst til að fara að taka til eða jafnvel læra!! hjúkk.
það er samt margt sem mér hefur tekist að gera á nóttunni, svo fólk getur farið að hætta að hneikslast á mér. fólk vanmetur samt næturnar. þá hefur maður alveg ró og frið og hefur hellings tíma í að gera ekki neitt.

Nokkur dæmi um næturafrek:

- bloggið mitt.
- lærdómur
- uppfærslur á bloggið
- endalaus vinna fyrir kórinn
- lærdómur
- búin að lesa Dalalíf og byrjuð á Ilminum eftir Patrick Suskind
- orðin mun fróðari um Úkraínu (forseti = Leonid Kútsjma)
- ótal hreingerningar
- endurskipulagning á ótrúlegustu hlutum/stöðum
- flökkuferðir um netið
- lærdómur
- kann skjáleikinn á RUV utan að
- veit hvað er vinsælast á popptíví
- komist að því að 70 mín er endursýnt á nóttunni (það fannst mér merkilegt!)
- aukin færni í skák
- lærdómur
- og...............

svo kemur það sér mjög vel fyrir djammið að vera ekki að deyja úr syfju ;).

helsti gallinn er að maður passar ekki inn í samfélagið þar sem eðlilegt fólk er vaknað um 7-8. og allir þjónustu staðir og verslanir opnaðir á þeim tíma!!

en

cesta la´vie

miðvikudagur, nóvember 12

Hver vill koma í Badminton???

Ja lítið að frétta, hef verið að læra. Var ferlega gaman í tíma í dag, vorum að ræða hugmyndir Sigmunds Freud. hann hefur augljóslega verið "high" þegar hann kom með þessar kenningar sínar. Samt alltaf jafn fyndið að lesa im hann.

Fór að vinna í kvöld. Vinnan mín er flutt núna í vesturbæinn rétt hjá mér :) þar sem að DV fór og hausinn og þurfti þau að flytja með skítaskóna út úr byggingunni sem PSN var í.
Svo þarf ég að finna einhvern til að fara með mér, Völu og Tinnu í badminton. hver ætti það að vera?

Hundurinn minn Neró dó í morgun :( mér fannst það mjög leiðinlegt. Hann var samt orðin gamal (9 ára). en hann var aljört yndi.kallaði hann samt sel þar sem hann var orðin mjög feitur. Hann átti líka tvö heimili svo alltaf nóg að borða.
Ja ég á alla vega góðar minningar af honum, hluknum mínum

Í dag fíla ég:

- Bíla sem hafa stýri hægramegin.
- Þrúði umræðukennara
- Sigmund Freun. endalaust hægt að hlægja að hugmyndum hans.
- góða veðrið
- Jákvætt fólk
- Fyndna gamla kalla
- Extra White (tyggjó)
- Börn
- Neró
Í dag fíla ég ekki:

- Þrjósku
- Dónalegt fólk
- Að Neró dó
- Leiðalega tónlist

þriðjudagur, nóvember 11

Læri Læri......

Hef verið að læra í allann dag, svo "lot of fun" hjá mér.
Reyndar var sjónvarpsdaskráinn með eindæmum góð í kvöld. Survivor nú eru þeir loksins orðnir spennandi!, svo var heimildarmynd um Kim Jong Il einræðisherra Norður-Kóreu, úff þetta var átakanlegt. Merkilegt hvað einn maður getur haft mikilvöld og misnotað þau svona rosalega!!!!!! hvar er James Bond núna?? svo var Nýjasta tækni og vísindi horfi alltaf á það með pabba þegar ég var lítil, sakna þess að hafa hann ekki hér. Svo hafði ég hægri augað á 70 mín, alltaf hægt að hlægja að vitleysunni í þeim.
Lærið aðeins meira og fór svo að sofa, ætla samt að lesa aðeins fyrst er að klára að lesa Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi ekkert smá löng bók, þetta fara að vera komnar 2.400 blaðsíður.

Í dag fíla ég:

- Tölvuna mína.
- Survivor
- BBC fyrir að gera góðar heimildarmyndir og þætti
- Nýjasta tækni og vísindi.
- Pabba minn
- lýðræði
- Melabúðina - það er barasta allt til þar!!

Í dag fíla ég ekki:

- Kim Jong Il
- Ábyrgðarleysi
- G. Bush mesti Hrokagikkur sem ég veit um!!!!!
- Kvef!!!!
- Vera ekki lengur með heimasíma
- Dr. Phill (Dr. Bulli)

mánudagur, nóvember 10

Ljótir Galdrakarlar og álög....

jæja þá er helgin búin og Lærimaraþonið mikla líka!


Hef sem sagt lítið gert annað en að læra. Ætlaði í Ljós með Guðfinnu í morgun en sem betur fer var hún jafn morgunlöt og ég og nenntum við hvorugar í ljós. Fór til Gumma bróðurs í kvöldmat og át á mig gat. Skrifði nokkra diska hjá honum m.a. nokkur vel valin lög með Travis, og slökunartónlist (ætla að gá hvort ég get sofnað við hana).

Svo er einhver Ljótur Galdrakarl sem er alltaf að setja álög á íbúðina mína!! það er alltaf eitthvað drasl í kringum mig og óhreint í vaskinum, FURÐULEGT??? samt er ég alltaf að taka til og vaska upp (að mér finnst)!
ég verð að reyna að sjá við þessum galdrakarli. Hvað ætli Harry Potter myndi gera???

Í dag fíla ég:

- Tópas
- Travis
- Að vera loksins búin með verkefni 2 í Aðferðafræði 3.
- AA-meðferðakerfið
- Vatn
- Jarðarber
- Internetið
- www.instantchess.com
- Harry Potter

Í dag fíla ég ekki:

- Veðrið (hvar er veturinn??)
- Að það vaxa ekki peningar á pottablöntunni minn
- Ljóta galdrakarla
- drasl í kringum um mig
- Að eiga ekki bíl (eða eiga efni á því að reka bíl)

sunnudagur, nóvember 9

Lífið er yndislegt

Er búin að eyða allri helginni í lærdóm. Var að klára "hópverkefni". Gerði þetta nú reyndar nær allt sjálf. En það er bara í lagi, þá læri ég þetta bara betur.
Og er núna búin með það sem ég ætlaði að eyða helginni í. Geri þá eitthvað skemmtilegt á morgun :)

Það var söfnun fyrir Sjónarhól (staður fyrir sérstökbörn) á ruv í kvöld og var sýnt inn í líf barna sem fást við alvarlegar fatlanir. Vá! hvað maður hefur það gott, samt er maður sífellt kvartandi.

Þar sem ég hef verið ein með sjálfri mér alla þessa helgi hef ég sokkið mér í hugsanir og Vangaveltur. Og komist að því hvað mér líður ótrúlega vel og hef það gott! Ég á marga mjög góða og nána vini og fullt af kunningjum. Semur mjög vel við fjölskylduna og er ekki í fjárhagslegu tjóni. Ræð við (á endanum að minnst kosti) þau krefjandi verkefni sem ég hef verið að glíma við bæði í skólanum og utan hans. Það er barasta ekkert sem ég þarf að hafa áhyggjur af!! :)
Ég er að gera nákvæmlega það sem mér langar til að vera að gera þ.e. að mennta mig og stefna á framtíðina.
En það sem mér finnst æðislegast af öllu er að vera ung. Ég held að ég sé á lang besta aldrinum, ég lifi í aðstæðum þar sem ég hef endalausa möguleika til að velja um. Gæti þess vegna farið til Mongólíu og mokað snjó eða unnið á bar á spáni. Allt undir mér sjálfri komið, merkilegt nok!

Ég held að fólk ætti að vera meðvitaðarra um alla þá kosti sem það hefur og um þá valmöguleika sem lífið bíður upp á!

Lifðu í lukku en ekki krukku!!

Í dag fíla ég:

- Líf mitt
- Samstöðu íslendinga (komi inn 119 milljónir í söfnun fyrir Sjónarhól)
- Fólkið í kringum mig
- Louis Amstrong
- Pítur
- Nýja fína teljarann minn (nú get ég séð hvort að einhver sé að kíkja á bloggið mitt)
- Nýju rúmfötin mín
- Jákvæðni mína
- Hvað ég er orðin fljót að pikka

Í dag fíla ég ekki:

- Óréttlæt mismunun
- Andvaka
- humm.. það er bara ekkert meira sem er að naga mig núna

laugardagur, nóvember 8

(fjórfaldur) Hnerri

Einhvern tímann las ég að maður fengi 25% af fullnægingu við að hnerra!

....ef það er rétt ætti ég að vera sæl og glöð :)

föstudagur, nóvember 7

Ljós, Kínamatur, læra, kóræfing, kaffihús og Bíó.

Búin að eiga mjög góðan dag þó að ég hafi ekki farið norður.

Fór í ljós í morgun með Guðfinnu, var að vonast eftir að losna við kvefið með því að fara í ljós. það virkaði ekki mjög vel, en fékk hins vegar góðann lit :)

Hitti Söndru í dag. Fórum í Kringluna og fengum okkur Kínamat (ummmm.... elska kínamat). Hitti svo Albertínu og gerðum við verkefni í Aðferðafræði 3. Er að gera rannsókn á ólíkum viðhorfum til munntóbaks og reyktóbaks eftir því hvort fólk stundar líkamsrækt eða ekki, þetta er bara frekar skemmtilegt verkefni, gaman að gera eitthvað hagnýtt við það sem maður hefur verið að læra :)

Fór svo á kóræfingu. Var bara fínt. Er hins vegar svo kvefuð að ég var alltaf næstum búin að hnerra í miðjum lagi. Svo dreif ég kórinn á kaffihús og fórum við á Kaffi List. Ég er alveg að fíla þann stað þessa daganna.
Fegnum efri hæðina svo við vorum í fínu næði. svo voru Jazz-tónleikar þar um kvöldið og var bara flott stemming. Jagúar var að spila. Flott hljómsveit verð ég að segja. Er farin að hafa mikin áhuga á Jazz ef meira að segja verið að kaupa nokkra Jazz diska undanfarið. Ella Frizgerald er í miklu uppáhaldi núna

Hitti svo Söndru aftur og fórum við í Bíó á Kill Bill. Rosaflott mynd, mæli með henni. Rosalega flott leikstýring og hellings pæling á bak við hana. Eitthvað fyrir mig ;)
Ferlega gaman að hitta Söndru var nú farin að sakna bestasta vinar míns.

Ætlaði að reyna að fara snemma að sofa eða um c.a. 01:15. En nei nei ég er hér kl 03:30 og get bara alls ekki sofnað.
4 dagurinn í röð þar sem ég get bara alls ekki sofnað. Ég lifi líka í algjörum vítahring. Get ekki sofnað á kvöldinn því ég er bara alls ekkert þreytt/syfjuð. Sef því lengur á morgnanna svo ég verð ekki ónýt allann daginn. Er því ekki þreytt/syfjuð á kvöldinn.........
Svo hef ég ekkert komist að synda þar sem að ég hef verið svo kvefuð. Mér vantar ekkert smá að geta stundað einhverja líkamsrækt. sit allann daginn við að læra!!

ja þetta er það helsta sem er að frétta af mér...

Í dag fíla ég:

- Kaffi list
- Kill Bill
- Q. Tarantino leikstjóra Kill Bill og Pulp Fiction.
- Söndru
- Kórinn minn
- Vicks (kveflyf)
- Kínamat á Rikki Chan
- Jagúar
- Ella Frizgerald
- Samart sólbaðstoðuna
- Smárabíó
- Kaffihúsar kaffi

Í dag fíla ég ekki:

- Kvef
- Að geta ekki hnerrað
- Andvökunætur
- Að ég þarf að vakna eftir 5 tíma og er enþá vakandi!!
- Missa af sex and the City
- Vera ekki fyrir norðan

fimmtudagur, nóvember 6

hnerri hnerri

*sniff, sniff*
sjórinn er farinn en ég er búin að vera veik í dag og undannfarna daga og hef verið að reyna að hnerra í allann dag er sem sagt með Influenzu!
Fór að vinna í kvöld, Vala vinkona var að byrja að vinna þar og stóð sig bara rosavel og fékk vinnu um leið (enda var hún með frábæran leiðbeinanda). Önnur stelpa sem var að byrja fékk ekki vinnu. Ég vorkenndi henni pínu.
Ég ákvað að fresta ferðinni minni norður :(af því ég þarf að læra svo mikið (bömmer). Var ferlega fúl þar sem mér langar svo mikið til að fara og hitta alla. Þar á meðal litla "Guðson" minn Eymund Óla (hann er víst farinn að labba út um allt). En ætla að reyna að fara norður 21 nóv. Það verður brjáluð djammferð og koma fullt af vinum mínum með. Planið er að halda til Akureyrar í Sjallann á laugardeginum (alltaf jafn gaman þar). (hnerri) en hins vegar ætla ég að hitta bestasta besta vin minn (Söndru) á morgun hún er að koma í borgina og er á leið til Frakklands að hitta kærastann sem er þar í skóla. Við ætlum að fara í eyðsluferð í Kringluna (ætla samt að passa mig á hættulegum sölumönnum) nú á að versla jólagjafir!! (kaupi kannski eina handa sjálfri mér, þær eru alltaf bestar) og svo í bíó um kvöldið (hvaða mynd ættum við að sjá hummm.....).
(hnerri) mamma og pabbi komu frá spáni í kvöld gat samt ekkert hitt þau, þar sem að ég vilja ekki smita þau áður en þau fara í sprautu!! (hnerri)

Í dag fíla ég:

- Völu vinkonu
- Mömmu og pabba
- þegar ég get hnerrað
- Ragnhildi yfirmanninn minn (eða yfirkonu.. hummm..)
- Jafnrétti
- Þrúði forsendukennara :)
- Stór góðu söngkonuna Lionance (fyndið þegar fólk lifir í eintómri sjálfsblekkingu...)

Í dag fíla ég ekki:

- Þegar ég get ekki hnerrað (en þarf að hnerra)
- Þegar fólk skilur ekki að hægt er að vera jafnréttisinni en ekki endilega feministi
- Einkunirnar mínar
- Fólk sem hefur fordóma fyrir Háskólafólki
- Fáfræði

þriðjudagur, nóvember 4

Þetta er allt í vinslu!

Snjór Snjór Snjór

vííí það er snjór í höfuðborginni

Versta er að ég er komin með influenzu og þarf að halda mig inni og missi því af snjónum. Vaknaði seint og fór að læra. Er komin upp í 114 bls af glósum í Almennunni. Er að pikka inn glósur sem ég fékk lánaðar. er ekkert smá fegin að hafa þær, enda eru þær úrtáttur úr hverjum kafla í námsbókinni :)

Ein af mínum uppáhalds myndum er á Bíórásinni í dag eða Rat Race. ég elska þessa mynd, hlæ alltaf jafn mikið af henni. og höfum við Sveina vínkona mín horft á hana mjög reglulega saman.

jæja þó ég sé veik ætla ég ekki að missa af kóræfingu. þannig að ég get aðeins fegnið að labba snjónum.

í dag fíla ég:

- snjóinn
- Rat Race
- Sálfræði
- Svein bróðir fyrir að laga Commentin mín.
- Strepsils hálstöflur
- heitar sturtur
- mbl.is

í dag fíla ég ekki:

- að vera veik
- íslenskar útvarpstöðvar
- að hafa misst af tíma
(ja er ansi sátt í augnablikinu)

Fórnarlamb sálumensku

Fór annan daginn í röð í eyðsluferð, en að þessu sinni fór ég í Smáralind.
Missti mig alveg og keypti helling af alls konar óþarfa.
Ég varð fórnarlamb geðveikrar sölukonu! hún náði að segja að selja mér Alover Gloss – Couleur Brillance á 2.000 kr!!! náði að sannfæri mig um að það væri spunnið úr gullþráðum, væri æðislegt og frábært, færi mér svo vel og væri alveg í stíl við augun í mér og þessi vara myndi aldrei koma aftur á markaðinn, já og að allar störnunar í USA notuðu þetta, ekki vil ég nú vera eftir báti þeirra og rétta henni kortið.
Þetta var samt bara byrjuninn, eftir þessi kaup tókst mér að kaupa " Sheer Blond" sjampó og hárnæringu “sem var æðislega, rosalega, gott, fínt og flott og meira að segja notar Brad Pitt þetta sjampó ”. Svo var farið í næstu búð og keyptur Varagloss sem var svo geðveikt flottur á litinn og passaði svo vel við nýja bolinn sem ég keypti í gær og ......og næstu þar var keypt rosalega flott, fín og æðislega rakagefandi raksápa og húðin á að verða eins og silki í viðkomu eftir notkun, já það verð ég að eignast og dró upp kortið. Eftir langar vangaveltur og mikla skoðun um verslanir áttaði ég mig á því að ég væri orðin biluð og ætti að fara í meðferð!!
Það ætti að setja upp skilti til varnar veikgeðja og kaupóðu fólki eins og mér. “Ég er ekkert nema fórnarlamb” (reyndi ég að sannfæra sjálfan mig). Var samt alveg ótrúlega ánægð með það hvað ég átti mikið af nýju fínu dóti.
Ég tók samt eftir því hvað ég var ekkert smá ósamkvæm sjálfri mér. Er alltaf að hneykslast á fólki sem lætur glepja sig til að kaupa “Merki”. Og trúir einu og öllu sem sölumenn segja. Þar sem að ég hef unnið við sölumennsku og veit hvað það er auðvelt að sannfæra fólk um “ótrúleg gæði vörunnar”. Og hef nú lesið margt í sálfræðinni sem ætti að opna augun mín (sbr. jaðarleið og kjarnarleið)

En jæja ég læt þetta mér að kenningu verða og reyni að fóðrast klikkaða sölumenn í framtíðinni.


Í dag fíla ég:

- Guðfinnu (vinkonu mína)
- Risa Tópas
- Nýju snyrtivörurnar mínar
- Tölvuna mína
- Pál Rósinkras
- Cheerios
- Leiðarljós

Í dag fíla ég ekki:

- Sölumenn
- Debitkort
- Kaupæðið í sjálfri mér
- Brotnar neglur

mánudagur, nóvember 3

Búðaráp og góður matur

það er eitthvað við sunnudaga...
þó svo að ég hafi komist í gegnum þessa helgi Alcoholfría fannst mér ég samt vera þunn!! ég hlýt að vera búin að skilyrða mig!!.
gerði aðra tilraun í dag við að fara í búðir með Gumma bróðir og fjölskyldu. Og gekk það bara ljómandi vel náði meira að segja að byrja að kaupa nokkrar jólagjafir.
Ég ætla mér nefnilega að lifa af þessi jól án þess að fá brjálæðislegt stress kast á þorláksmessu þegar mér finnst ég eiga eftir að gera ALLT svo jólin geta komið!! það eru greinilega fleiri en ég sem ætla ekki að draga jólaundirbúninginn of lengi. Kringlan var öll skreytt og jóladót komnar í allar búðir!!!!!!!!!!!!!!!
Eftir að eyðsluferð í Kringluna bauð Gummi bróðir mér í mat. var hann búin að elda rosalega góðan sjávarrétt. Ég verð nú samt að viðurkenna að Hvítvín hefði fullkomnað máltíðina, en sjálfsagin hafði betur, ekkert alcohol fyrir mig þessa helgi.
fékk svo afganga með mér heim, mákonu minni fannst ég ekki borða nógu fjölhæfna mat, þar sem ég borða aðallega Cheerios og Cheerios.
�tti ég svo góða kvöldstund við spjall og kaffidrykkju.
Kom heim um 21.00 lærði og sofnaði svo sæl og glöð yfir því að hafa lifað af alcoholfría helgi :)
� dag fíla ég:

- Kringluna
- Emess ís með súkkulaðisósu og jarðarberjum
- Eldamennsku bróður míns
- Nýju fötin mín
- Body Shop
- Kalt vatn
- Vero Moda
- Bróðir minn og fjölskyldu
- Kaffi

� dag fíla ég ekki:

- Hausverk
- sunnudags sjúsk
- þegar gömul námsleti ásækir mann
- óþarfa tímaeyðslu

laugardagskvöld í barnapössun

Laugardagurinn byrjaði frekar seint. ætlaði mér að fara í kringluna og eyða peningum í tilefni mánaðarmóta en svo þegar ég var á leiðinni út hringdi Anna María mákona mín og sagði mér að klukkan væri orðin of margt fyrir búðarráp þar sem að hún væri orðin 16:00. mér alveg brá!! hvað var ég eiginlega búin að gera allann daginn?? þannig að ég hispaði mér saman og dreif í að læra þar sem að ég var búin að lofa mér í að passa 3 frænkur mínar þetta kvöld. og var bara nokkuð gaman að passa börn aftur var að detta úr æfingu eftir að ég flutti suður. eftir að hafa sagt söguna um kiðlinginn sem kunni að telja. og sungið allar vögguvísur sem ég mundi eftir söfnuðu gellurnar. horfði á Lord of The Rings, The Twin Towers. Fór ég heim að sofa og dreymdi allskonar vitleysu um hvernig væri skynsamlegast að bjarga heiminum.

� dag fíla ég:

-Lord of The Rings
-Litlu frænkur mínar
-Cesaria Evora
-Nýju flísvettlingana mína
-Pepsi Max
-Doritos
-sjálfsagan minn
� dag fíla ég ekki:

-skammdegið (ruglar tímaskynjun)
-Kuldann úti
-uppsafnað uppvask

Alcoholfrí helgi


Ég ákvað að hafa helgina alcoholfría. Þar sem að ég hef verið heldur dugleg að fá mér í glas undanfarið. Þá er það bara sjálfsaginn!

Föstudagskvöldið var eintómt vesen og misskilningur.
Ekki er skipulag alltaf af hinu góða, púff!
Ég og vinkonur mínar (Vala, Guðfinna, Solveg og Tinna) vorum búnar að plana að fara í opnunarpartý í kringlunni og þaðan á Hard Rock til að fylgjast með Idol og fá okkur eitthvað gott að borða.
Við fórum sem sagt í þetta Partý sem var í tilefni þess að Park var opnað á 3. hæð í Kringlunni. Ég var nú allann tímann meðan ég var þar að velta fyrir mér hvers vegna ég væri nú stödd þarna? komst samt aldrei að neinni niðurstöðu um það heldur var haldið niður á næstu hæð, á Hard Rock og brá mér heldur betur því þar var Halloween partý (enn eitt dæmið um útbreiðslu USA) og sjá ég hina ýmsu kynjaverur. Eftir langa bið og vesen komumst við að því að borð sem áttu að vera frátekinn fyrir okkur voru upptekinn og í sárabætur fengum við sæti við borð upp í efri hæðinni ásamt c.a. 25 BÖRNUM!! og litlu sjónvarpi. Við vorum nú ekki alveg að samþykkja þetta og ákváðum við af sleppa heldur Idol og eiga þægilega stund á Eldsmiðjunni enda orðar glorsoltnar. Eftir átið var haldið á Kaffi List. Þar drukkum við kaffi og ákváðum að djamma ekkert þetta kvöld (allavega að minni hálfu), en eitt leiddi af öðru og vorum við stuttu síðar komnar inn á Sólon.
Þvílík Úlfahjörð var þar saman komin!!!! Við vorum varla komnar inn þegar við heyrðum hróp og köll og okkur boðið sæti. Ég gat nú ekki betur séð en að flestir þessir úlfar voru með hringa!!!! jæja við hunsuð þá bara af bestu getu fengum okkur meira kaffi og fórum svo stuttu seinna á Hverfisbarinn. Hann var fullur af verkfræðinemum sem voru að koma úr árlegri haustferð. Og var rosa stemming þar, fórum samt sem áður stuttu seinna á Felix hittum þar nokkra góða vini og dönsuðum við nokkur lög sem mjög svo furðuleg hljómsveit spilaði!! fórum á rúntinn og svo heim sæl og glöð yfir góðum endi á góðu kvöldi alcoholfríu.

� dag fíla ég:

- Kaffi List
- Eldsmiðjuna
- Vinkonur mínar
- svört og hvít föt
- Hverfisbarinn
- Nýja heimasímann minn
- Mánaðarmót
- SPSS (forritið)
- Góðan endir

Ég dag fíla ég ekki:

- Vesen
- Óskipulag
- Hard Rock
- Perra!